80 til 120 herskip lágu í Hvalfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2024 20:03 Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) eigandi Hernámsetursins í Hvalfirði, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á safninu, sem er til húsa á Hlöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður. Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira