Hundahvíslarinn sem bræddi hjörtu Kansasbúa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2024 07:01 Derrick Nnadi fagnar eftir sigur í Ofurskálinni árið 2020. Skömmu síðar höfðu 109 hundar verið ættleiddir þökk sé Nnadi. Elsa/Getty Images Derrick Nnadi er ekki það nafn sem ber fyrst á góma þegar farið er yfir leikmenn meistaraliðs Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Þessi sterkbyggði varnarmaður leynir á sér og hefur gert góða hluti utan vallar undanfarin ár. Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei. NFL Hundar Dýr Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei.
NFL Hundar Dýr Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Í beinni: Levante - Real Madrid | Nýliðarnir reyna að stöðva toppliðið Í beinni: Liverpool - Southampton | Hverjir grípa tækifærið? Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira