Hundahvíslarinn sem bræddi hjörtu Kansasbúa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2024 07:01 Derrick Nnadi fagnar eftir sigur í Ofurskálinni árið 2020. Skömmu síðar höfðu 109 hundar verið ættleiddir þökk sé Nnadi. Elsa/Getty Images Derrick Nnadi er ekki það nafn sem ber fyrst á góma þegar farið er yfir leikmenn meistaraliðs Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Þessi sterkbyggði varnarmaður leynir á sér og hefur gert góða hluti utan vallar undanfarin ár. Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei. NFL Hundar Dýr Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Chiefs hafa nokkuð eðlilega vakið mikla athygli undanfarin ár enda þrívegis farið með sigur af hólmi í NFL-deildinni síðan árið 2020 ásamt því að tapa fyrir Tampa Bay Buccaneers í Ofurskálinni árið 2021. Það eru margar ofurstjörnur í liðinu en varnarmaðurinn (e. defensive tackle) Nnadi verður seint sagður þar á meðal. Kansas City Chiefs defensive tackle Derrick Nnadi has sponsored the adoptions of more than 500 dogs in the past four years.Many of these dogs did, or could have, fallen into the "at risk" category, meaning they were candidates for euthanasia.Amazing 👏🐶 pic.twitter.com/zib52w0xmV— ESPN Africa (@ESPNAfrica) May 20, 2024 Hann er 28 ára gamall og hefur verið hluti af liðinu síðan 2018. Hann er gjörsamt naut að burðum en gengur þó undir gælunafninu „hundahvíslarinn“ ef Andy Reid, þjálfari liðsins, er spurður. Þannig er mál með vexti að þegar Nnadi var á öðru ári sínu í NFL-deildinni, árið 2019, var hann hluti af átaki þar sem Chiefs lagði sitt að mörkum til að hjálpa flækingshundum í borginni. Eftir hvern sigurleik þá borgaði Nnadi því sem samsvaraði að ættleiða hund svo hægt væri að ættleiða hund hjá KC Pet Project án gjalds. Líkja má KC Pet Project við Dýrahjálp Íslands. Í febrúar 2020 unnu Nnadi og félagar í Chiefs svo Ofurskálina. Reikna má með að leikmaðurinn hafi fagnað vel og innilega en að sama skapi þá ákvað hann að borga fyrir ættleiðingar á öllum þeim hundum sem voru í hundaskýli KC Pet Project á þeim tíma. Alls voru þeir 109 talsins og ekki löngu síðar höfðu þeir allir fengið ný heimili. Chiefs' Derrick Nnadi celebrated his Super Bowl win by paying the adoption fees for more than 100 dogs at a Kansas City shelter 👏 @brgridiron pic.twitter.com/oav46e4aHd— Bleacher Report (@BleacherReport) February 4, 2020 Hundavinurinn Nnadi varð samstundis einn ástsælasti dýravinur Kansas og þó víðar væri leitað. Síðan þá hefur hann hjálpað yfir 500 hundum að finna ný heimili. Oftast er um að ræða hunda sem eiga ekki mikla framtíð fyrir sér og eru jafnvel komnir á lista yfir þau dýr sem þarf að svæfa. Í Kansas eru slíkir hundar einfaldlega kallaðir „Nnadi hundar“ en þökk sé þessum mikla dýravin fá þeir í raun nýtt líf. Nnadi var ekki í stóru hlutverki hjá Chiefs á síðustu leiktíð og missti af Ofurskálinni vegna meiðsla en verður án efa áfram í guðatölu hjá stuðningsfólki félagsins sama hvort hann verði áfram leikmaður þess eður ei.
NFL Hundar Dýr Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira