Yfirvöld ábyrg fyrir dauða þúsunda einstaklinga sökum mengaðs blóðs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 11:44 Útgáfa skýrslunnar er mikill léttir fyrir þá sem hafa barist fyrir rannsókn málsins í fjölda ára. AP/Aaron Chown Yfir 3.000 manns af 30.000 eru látnir í Bretlandi eftir að hafa fengið „mengað“ blóð eða blóðhluta á árunum 1970 til 1998. Höfundur nýútkominnar skýrslu segir málið áfellisdóm yfir heilbrigðiskerfinu og stjórnvöldum og að draga hefði mátt verulega úr skaðanum. Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Einstaklingar sem fengu blóð eða blóðhluta á um 30 ára tímabili fyrir aldamót hafa lengi barist fyrir rannsókn á málinu en skýrsluhöfundurinn, Brian Langstaff, segir heilbrigðisyfirvöld og stjórnmálamenn hafa þaggað málið niður. Sjúklingar, þar af fjöldi barna, fengu ekki upplýsingar sem þeir áttu rétt á né þá þjónustu sem þurftu á að halda. Þá neituðu yfirvöld í mörg ár að hlusta á frásagnir fólksins og ásakanir. Langstaff rekur það í skýrslu sinni, sem telur um 2.500 blaðsíður, hvernig heilbrigðisyfirvöld horfðu framhjá þeirri vitneskju sem var til staðar á þessum árum um að veirur sem valda alnæmi og lifrarbólgu C gætu smitast með blóðgjöf. Fjöldi fólks, meðal annars sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir og einstaklingar sem þjáðust af dreyrasýki, fékk þannig blóðgjafir úr einstaklingum sem voru í áhættuhópum og þá var blóðið ekki skimað eftir að sú tækni kom til sögunnar. Blóðið og/eða blóðhlutarnir voru meðal annars innfluttir frá Bandaríkjunum, þar sem fangar og fíklar, sem eru í aukinni áhættu á að smitast af HIV og lifrarbólgu C, voru stór hluti gjafa. ‘Government responsiveness should be improved’ says infected blood inquiry chair pic.twitter.com/O4KoN7hxze— Channel 4 News (@Channel4News) May 20, 2024 Yfirvöld hefðu getað takmarkað skaðann verulega Skýrslan varpar einnig ljósi á frásagnir einstaklinga sem eru fullorðnir í dag en voru smitaðir á stofnun fyrir börn með dreyrasýki, þar sem þeim var gefið mengað blóð í tilraunaskyni. „Þegar við sögðum frá þessu þá trúði fólk okkur ekki. Þeir sögðu að þetta myndi ekki eiga sér stað á Bretlandi. Í dag liggur fyrir sönnun þess að þetta getur gerst, og gerðist, á Bretlandi,“ segir Andy Evans, framkvæmdastjóri samtakanna Tainted Blood, sem smitaðist sem barn. Langstaff kemst að þeirri niðrustöðu að ef yfirvöld hefðu gripið til aðgerða til að minnka áhættuna á því að blóðþegar smituðust hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem varð. Þá leggur hann áherslu á að málið hafi haft áhrif á mun fleiri en þá 30.000 sem smituðust í kjölfar þess að fá mengað blóð; þeir hefðu til að mynda smitað ástvini og veikindin haft áhrif á fjölda fólks í kringum þá. Heilbrigðisstarfsmenn eru gangrýndir fyrir að hafa ekki upplýst fólk um áhættuna sem stafaði af blóðgjöf né greint frá öðrum mögulegum meðferðum. Þá voru einstaklingar oft ekki upplýstir um að verið væri að prófa blóð þeirra fyrir sýkingum á borð við HIV og lifrarbólgu C né voru þeir í mörgum tilvikum upplýstir um að þeir hefðu smitast. Langstaff segir málinu ekki munu ljúka fyrr en stjórnvöld grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig ekki og geri upp við þá sem urðu fyrir skaða. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, brást við með því að biðja sjúklinga og aðstandendur þeirra fyrirgefningar fyrir hönd stjórnvalda. Fyrirgefningar fyrir að hafa brugðist, bæði með því að grípa ekki til aðgerða á sínum tíma og fyrir að hafa ekki hlustað og axlað ábyrgð. Sunak hefur heitið bótum til handa þeim sem urðu fyrir skaða, sama hvað það kostar. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent