Innlent

Breytingar í bor­holum og fylgi fram­bjóð­enda enn á hreyfingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Starfsfólk HS Orku í Svartsengi var sent heim í morgun í öryggisskyni. 

Ástæðan eru breytingar sem sést hafa í borholum á svæðinu. Bláa lónið er þó enn opið og engar breytingar fyrirhugaðar með aðgengi að Grindavík eins og stendur. 

Þá verður í hádegisfréttum rætt við talsmann Hvalavina sem segir nokkuð ljóst að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Engin svör eru enn komin frá matvælaráðuneytinu. 

Einnig heyrum við í Ólafi Þ. Harðarsyni stjórnmálafræðingi sem segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um úrslitaeinvígið í körfubolta karla þar sem spennan lifir enn.

Klippa: Hádegisfréttir 21. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×