Farþegaþotan var á leið frá London til Singapúr þegar hún lenti í ókyrrðinni. Vélinni, sem er af gerðinni Boeing 777, var lent í Bangkok í Tælandi eftir atvikið, sem varð klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þar var hinum slösuðu var komið undir læknishendur. 211 voru um borð og átján í áhöfn að sögn flugfélagsins.
Sá sem lést í flugvélinni var 73 ára breskur karlmaður. Yfirvöld í Bangkok segja líklegast að hann hafi fengið hjartaáfall. Karlmaðurinn var á ferðalagi með eiginkonu sinni sem var lögð inn á sjúkrahús.
Allt voru þrjátíu fluttir á sjúkrahús en þar af voru sjö alvarlega slasaðir. Stærstur hluti farþeganna var frá Ástralíu, Bretlandi, Singapore, Nýja-Sjálandi og Malasíu.
Farþegi í flugvélinni lýsti því í samtali við BBC hvernig farþegar sem ekki voru með sætisbeltin spennt hefðu lyfst upp í loft vélarinnar. Annars lýsti öskrum í farþegarýminu og meiðslum á höfði fólks.
Þau svör fengust frá utanríkisráðuneytinu að borgaraþjónusta ráðuneytisins væru með málið á sínu borði.
Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.