Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 16:03 Flugvél Singapore Airlines í háloftunum, Boeing 777. Getty/Nicolas Economou Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. Farþegaþotan var á leið frá London til Singapúr þegar hún lenti í ókyrrðinni. Vélinni, sem er af gerðinni Boeing 777, var lent í Bangkok í Tælandi eftir atvikið, sem varð klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þar var hinum slösuðu var komið undir læknishendur. 211 voru um borð og átján í áhöfn að sögn flugfélagsins. Sá sem lést í flugvélinni var 73 ára breskur karlmaður. Yfirvöld í Bangkok segja líklegast að hann hafi fengið hjartaáfall. Karlmaðurinn var á ferðalagi með eiginkonu sinni sem var lögð inn á sjúkrahús. Allt voru þrjátíu fluttir á sjúkrahús en þar af voru sjö alvarlega slasaðir. Stærstur hluti farþeganna var frá Ástralíu, Bretlandi, Singapore, Nýja-Sjálandi og Malasíu. Farþegi í flugvélinni lýsti því í samtali við BBC hvernig farþegar sem ekki voru með sætisbeltin spennt hefðu lyfst upp í loft vélarinnar. Annars lýsti öskrum í farþegarýminu og meiðslum á höfði fólks. Þau svör fengust frá utanríkisráðuneytinu að borgaraþjónusta ráðuneytisins væru með málið á sínu borði. Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Taíland Bretland Singapúr Tengdar fréttir Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Farþegaþotan var á leið frá London til Singapúr þegar hún lenti í ókyrrðinni. Vélinni, sem er af gerðinni Boeing 777, var lent í Bangkok í Tælandi eftir atvikið, sem varð klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Þar var hinum slösuðu var komið undir læknishendur. 211 voru um borð og átján í áhöfn að sögn flugfélagsins. Sá sem lést í flugvélinni var 73 ára breskur karlmaður. Yfirvöld í Bangkok segja líklegast að hann hafi fengið hjartaáfall. Karlmaðurinn var á ferðalagi með eiginkonu sinni sem var lögð inn á sjúkrahús. Allt voru þrjátíu fluttir á sjúkrahús en þar af voru sjö alvarlega slasaðir. Stærstur hluti farþeganna var frá Ástralíu, Bretlandi, Singapore, Nýja-Sjálandi og Malasíu. Farþegi í flugvélinni lýsti því í samtali við BBC hvernig farþegar sem ekki voru með sætisbeltin spennt hefðu lyfst upp í loft vélarinnar. Annars lýsti öskrum í farþegarýminu og meiðslum á höfði fólks. Þau svör fengust frá utanríkisráðuneytinu að borgaraþjónusta ráðuneytisins væru með málið á sínu borði. Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Fréttastofa kann ekki deili á Íslendingnum sem var á meðal farþega. Veistu um hvern ræðir? Við tökum við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Taíland Bretland Singapúr Tengdar fréttir Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11