„Menn eru gríðarlega súrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2024 22:06 Rúnar Kristinsson var nokkuð brattur þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. „Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira