Í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir að Maskína hafi framkvæmt könnunina fyrir samtökin dagana 30. apríl til 7.maí. Á myndinni hér að neðan má svör við eftifararandi spurningu: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að leyfi Hvals hf. til veiða á langreyðum verði endurnýjað?

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Svarendur voru 1.337 talsins.