Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2024 15:30 Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir niðurstöður kannanna fyrirtækis í aðdaganda forsetakosninga í samræmi við annarra rannsóknarfyrirtækja Vísir Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Fyrirtæki sem gera skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar beita öll sambærilegum aðferðum til að velja þátttakendur í þeim. Tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá sem er ætlað að endurspegla þjóðina sem best út frá kyni, aldri og búsetu og fólki boðið að taka þátt í könnunarhópi. Úrtak úr hópnum fær svo sendar kannanir í gegnum tölvupóst. Prósent, sem gerir skoðanakannanir fyrir Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna, hefur einnig boðið upp á möguleika á að fólk skrái sig sjálft á vefsíðu fyrirtækisins sem hefur ekki tíðkast almennt. Einn frambjóðendanna birti í síðustu viku færslu á samfélagsmiðli með vangaveltum um að kannanirnar væru bjagaðar þar sem fólk þyrfti sjálft að skrá sig hjá könnunarfyrirtækjunum til þess að taka þátt í skoðanakönnunum þeirra. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrti í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í byrjun mánaðar að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar hafi lagt áherslu á að fólki skráði sig hjá könnunarfyrirtækjum og væri virkt í að svara í upphafi kosningabaráttunnar til þess að hafa áhrif á stemmninguna og umræðuna í tengslum við kosningarnar. Eitthvað um skráningar en enginn inn í hópinn Skráningarform til að komast í könnunarhóp Prósents var að finna á vefsíðu fyrirtækisins svo seint sem á þriðjudag. Formið var horfið af vefsíðunni á miðvikudag eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það daginn áður. Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir að fyrirtækið standi fyrir reglulegum herferðum til þess að ná til yngsta aldurshóps kjósenda sem er þekkt áskorun fyrir rannsóknarfyrirtæki víða um heim. Skráningarformið hafi verið tekið af síðunni eftir að síðustu herferð lauk. Um leið og sú næsta hefjist verði formið aftur sett inn á vefsíðuna. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig á vefsíðu Prósents er ekki þar með sagt að það komist inn í könnunarhópinn sem fær síðan sendar skoðanakannanir í tölvupósti, að sögn Trausta. Gefa þurfi upp kennitölu, tölvupóstfang og símanúmer. Starfsfólk Prósents fari síðan yfir listann. „Það er mjög skýrt að það fer enginn sjálfkrafa í könnunarhópinn,“ segir hann. Spurður að því hvort að sérstaklega margir hafi óskað eftir að skrá sig í hópinn að undanförnu segir Trausti að einhverjar skráningar hafi komið inn í gegnum vefsíðuna en enginn ratað í könnunarhópinn. Snýst um að úrtakið endurspegli þjóðina Ásmundur Pálsson, sviðsstjóri gagnaöflunar hjá Maskínu sem gerir kannanir fyrir forsetakosningarnar*, segir nokkuð um að fólk hafi samband til þess að komast í könnunarhóp fyrirtækisins. „Fólk hefur samband hingað af því að maður hefur heyrt af því að framboðin séu að beina því til fólks að skrá sig í þessa panela til þess að vera með og af því að niðurstöðurnar úr könnunum geta hjálpað þeim að koma sér í umræðuna,“ segir hann. Maskína vísar þeim erindum frá þar sem hætta sé að könnunarhópurinn verði einsleitari ef fólk getur skráð sig sjálft í hann. Hópurinn endurspegli þá ekki nægilega þjóðina sem skekki niðurstöðurnar. „Þú getur verið með tíu þúsund svör úr skökku úrtaki sem er þá bara verra en þúsund svör úr öðru úrtaki þar sem þú ert með alla hópa.“ *Vísir birtir kannanir fyrir forsetakosningarnar í samstarfi við Maskínu. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Fyrirtæki sem gera skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar beita öll sambærilegum aðferðum til að velja þátttakendur í þeim. Tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá sem er ætlað að endurspegla þjóðina sem best út frá kyni, aldri og búsetu og fólki boðið að taka þátt í könnunarhópi. Úrtak úr hópnum fær svo sendar kannanir í gegnum tölvupóst. Prósent, sem gerir skoðanakannanir fyrir Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna, hefur einnig boðið upp á möguleika á að fólk skrái sig sjálft á vefsíðu fyrirtækisins sem hefur ekki tíðkast almennt. Einn frambjóðendanna birti í síðustu viku færslu á samfélagsmiðli með vangaveltum um að kannanirnar væru bjagaðar þar sem fólk þyrfti sjálft að skrá sig hjá könnunarfyrirtækjunum til þess að taka þátt í skoðanakönnunum þeirra. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrti í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í byrjun mánaðar að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar hafi lagt áherslu á að fólki skráði sig hjá könnunarfyrirtækjum og væri virkt í að svara í upphafi kosningabaráttunnar til þess að hafa áhrif á stemmninguna og umræðuna í tengslum við kosningarnar. Eitthvað um skráningar en enginn inn í hópinn Skráningarform til að komast í könnunarhóp Prósents var að finna á vefsíðu fyrirtækisins svo seint sem á þriðjudag. Formið var horfið af vefsíðunni á miðvikudag eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það daginn áður. Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir að fyrirtækið standi fyrir reglulegum herferðum til þess að ná til yngsta aldurshóps kjósenda sem er þekkt áskorun fyrir rannsóknarfyrirtæki víða um heim. Skráningarformið hafi verið tekið af síðunni eftir að síðustu herferð lauk. Um leið og sú næsta hefjist verði formið aftur sett inn á vefsíðuna. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig á vefsíðu Prósents er ekki þar með sagt að það komist inn í könnunarhópinn sem fær síðan sendar skoðanakannanir í tölvupósti, að sögn Trausta. Gefa þurfi upp kennitölu, tölvupóstfang og símanúmer. Starfsfólk Prósents fari síðan yfir listann. „Það er mjög skýrt að það fer enginn sjálfkrafa í könnunarhópinn,“ segir hann. Spurður að því hvort að sérstaklega margir hafi óskað eftir að skrá sig í hópinn að undanförnu segir Trausti að einhverjar skráningar hafi komið inn í gegnum vefsíðuna en enginn ratað í könnunarhópinn. Snýst um að úrtakið endurspegli þjóðina Ásmundur Pálsson, sviðsstjóri gagnaöflunar hjá Maskínu sem gerir kannanir fyrir forsetakosningarnar*, segir nokkuð um að fólk hafi samband til þess að komast í könnunarhóp fyrirtækisins. „Fólk hefur samband hingað af því að maður hefur heyrt af því að framboðin séu að beina því til fólks að skrá sig í þessa panela til þess að vera með og af því að niðurstöðurnar úr könnunum geta hjálpað þeim að koma sér í umræðuna,“ segir hann. Maskína vísar þeim erindum frá þar sem hætta sé að könnunarhópurinn verði einsleitari ef fólk getur skráð sig sjálft í hann. Hópurinn endurspegli þá ekki nægilega þjóðina sem skekki niðurstöðurnar. „Þú getur verið með tíu þúsund svör úr skökku úrtaki sem er þá bara verra en þúsund svör úr öðru úrtaki þar sem þú ert með alla hópa.“ *Vísir birtir kannanir fyrir forsetakosningarnar í samstarfi við Maskínu.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27