Segir fangaverði sinna starfi sínu af stakri trúmennsku Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 14:47 Páll Winkel fer ekki ofan af því að allir þeir sem koma að fangelsismálum sinni starfi sínu af natni og af mikilli virðingu fyrir skjólstæðingum sínum. vísir/arnar Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri. Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“ Fangelsismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“
Fangelsismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira