Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. maí 2024 18:30 Jón Gunnarsson ræddi hvalveiðar og mögulegt tjón ríkissjóðs í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45