Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2024 21:41 Síðasta myndin sem tekin var af norska selfangaranum MS Brattind. Ishavsmuseet Aarvak Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið í höfuðstöðvar Brims í Örfirisey en þar var upplýst í dag að brak, sem áhöfn togarans Viðeyjar fann í október í haust, reyndist mikilvægari fundur en menn gátu þá ímyndað sér. „Við fengum þetta í trollið við miðlínuna milli Íslands og Grænlands, á Dornbankamiðunum,” segir Jón Frímann Eiríksson, sem var skipstjóri á Viðey í túrnum. Jón Frímann Eiríksson, skipstjóri á Viðey, bendir á punktinn á kortinu þar sem brakið fannst.Einar Árnason Upp komu nokkrir stórir hlutir og einnig stýri. „Þá fórum við svona að átta okkur á því að þetta væri kannski eitthvað aðeins merkilegra heldur en eitthvað bara drasl,” segir skipstjórinn. Hér má sjá nokkra af þeim hlutum sem komu í troll togarans Viðeyjar.Ishavsmuseet Aarvak Frétt í Morgunblaðinu um fundinn varð til þess að norskt safn bað um að fá hlutina til rannsóknar. Í dag kynnti fulltrúi þess Íslendingum niðurstöðuna. „Á því leikur enginn vafi lengur, það var MS Brattind sem fannst,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu í Brandal við Álasund. Willy Nesset, fulltrúi Íshafssafnsins í Brandal við Álasund.Einar Árnason MS Brattind var einn fimm norskra selfangara sem týndust í illviðri með mikilli ísingu árið 1952. „Að fá að vita það að við vorum að finna vota gröf sjötíu manna er náttúrlega bara alveg magnað. Sem við bara gerðum okkur ekki grein fyrir á þessum tíma,” segir skipstjórinn Jón Frímann. Fyrir samfélög í Mæri og Tromsfylki er núna fengin staðfesting á miklum harmleik þegar 78 norskir sjómenn fórust. Selveiðiskipin fimm sem týndust milli Íslands og Grænlands árið 1952.Ishavsmuseet Aarvak „Þegar fimm skútur hurfu sporlaust urðu eftir næstum fimmtíu ekkjur og næstum hundrað föðurlaus börn,” segir Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid. Núna sé loksins búið að varpa ljósi á hvað gerðist. Bernt Brandal, bæjarstjóri í sveitarfélaginu Hareid.Einar Árnason „Þetta eru stórtíðindi og margir upplifðu sterkar tilfinningar þegar þetta kom fram,” segir bæjarstjórinn. Umfangsmikil leit var gerð að skipunum á sínum tíma, bæði úr lofti og af sjó, án þess að nokkuð fyndist. Norsku skipin voru á selveiðum við hafísjaðarinn milli Íslands og Grænlands.Ishavsmuseet Aarvak „Þetta er fyrsta vísbendingin í 71 ár um hvað gerðist. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sögu norðurslóða og selveiða Noregs,” segir fulltrúi Íshafssafnsins. Í fundarlaun færðu Norðmennirnir skipstjóranum og útgerðinni gjafir en einnig ráðherra minjaverndar. Þökk sé Íslendingum hafa þeir núna áþreifanlega hluti til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Andlátstilkynningar í norsku dagblaði eftir atburðinn. Alls fórust 78 norskir sjómenn, 44 frá Tromsfylki og 34 frá Mæri. 46 konur urðu ekkjur og 98 börn föðurlaus.Ishavsmuseet Aarvak Þann 27. maí næstkomandi verður gripunum sem fundust stillt upp á sýningu í safninu. „Þetta verður fagur minnisvarði um þá sem hurfu í vesturísnum í þessum harmleik veturinn 1952,” segir Willy Nesset frá Íshafssafninu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Noregur Sjávarútvegur Brim Fornminjar Söfn Dýr Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira