Fjölskyldur birta myndskeið af blóðugum gíslum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 07:27 Ástvinir og stuðningsmenn gíslana sem enn eru í haldi Hamas settu gjörning á svið í Tel Aviv í morgun til að kalla eftir lausn þeirra. AP/Oded Balilty Fjölskyldur kvenna sem teknar voru fanga þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn hafa birt myndskeið af atburðarásinni sem sýnir konurnar blóðugar og óttaslegnar. Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Konurnar, allar 19 eða 20 ára gamlar, eru hermenn Ísraelshers og virðast hafa verið á náttfötunum þegar vopnaðir bardagamenn Hamas réðust inn í húsnæðið þar sem þær höfðust við. Á myndbrotum, sem eru sögð úr búkmyndavélum Hamas-liða, sjást vígamennirnir binda konurnar og hafa í hótunum við þær. Einn kallar þær „hunda“ og hefur í hótunum við þær. Ein konan reynir að biðla til mannanna og segist meðal annars eiga vin í Palestínu, á meðan önnur spyr hvort mennirnir tali ekki ensku. סרטון חטיפת התצפיתניות | החטופה נעמה לוי למחבלים: "יש לי חברים בפלסטין". מחבל לאחת החטופות: "את כל כך יפה"@NOFARMOS pic.twitter.com/OfIuWSnECo— כאן חדשות (@kann_news) May 22, 2024 New York Times, sem hefur staðfest uppruna myndbrotanna, segir fjölskyldum kvennanna hafa verið sýnt samansett myndskeiðið fyrir nokkrum vikum og hafa fengið afrit af því á þriðjudag. „Ég bið ykkur; sýnið þetta myndskeið á hvejrum degi, byrjið útsendingar ykkar á því,“ er haft eftir Eli Albag, föður Liru Albag, sem er ein af konunum. „Þar til einhver vaknar, þjóðin vaknar, og áttar sig á því að þær hafa verið yfirgefnar í 229 daga.“ Fjölskyldurnar eru sagðar hafa ákveðið að deila myndskeiðinu til þess að auka þrýsting á stjórnvöld í Ísrael um að ganga aftur að samningaborðinu og freista þess að semja um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Ráðamenn hafa hins vegar nýtt sér tækifærið til að setja myndskeiðið í samhengi við ákvarðanir Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Utanríkisráðherrann Israel Katz sagðist til að mynda myndu sýna myndskeiðið þegar hann læsi yfir hausamótum sendiherra ríkjanna. Fjölskyldur gíslanna funduðu með fulltrúum stjórnarinnar í gær, meðal annarra Benny Gantz, sem situr í stríðsráði ríkisstjórnarinnar. Hann sagði myndefnið sláandi og hét því að hika ekki við að taka erfiðar ákvarðanir til að fá gíslana aftur heim. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði myndskeiðið áminningu til heimsins um illskuna sem Ísraelsmenn væru að berjast við á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira