Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 10:42 Ingunn lá þungt haldin á spítala eftir árásina. Hún segist í dag á góðum batavegi þótt enn sé verkefni fyrir höndum. Ingunn Björnsdóttir Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“ Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fjallað er um ákæruna í Verdens Gang. Þar segir að lögreglan í Noregi telji að Ingunn hafi lifað hnífaárásina af þökk sé viðbrögðum samkennarans. Það hafi verið hending að engin af fjölmörgum hnífsstungum hafi hafnað í mikilvægum líffærum. Dró upp hníf á fundi Það var síðdegis þann 24. ágúst í fyrra sem nemandi við háskólann mætti á fund með Ingunni og samstarfskonu við lyfjafræðideild Oslóarháskóla. Ingunn lýsti því í samtali við fréttastofu í fyrr að nemandinn hefði að fundinum loknum skyndilega dregið upp hníf. Fram kemur í ákærunni að nemandinn hafi skorið hálsinn á Ingunni, stungið hana í maga og brjóstkassa. Til viðbótar hafi fundist níu stungusár á höndum og fótum Ingunnar. „Björnsdóttir komst lífs af vegna þess að samstarfsmaður og fleiri gripu inn í, hnífurinn fór ekki í mikilvæg líffæri og Björnsdóttir fékk læknisfræðilega meðferð með hraði,“ segir í ákærunni. Hulda Olsen Karlsdóttir, saksóknari hjá norska ríkinu, segir rök fyrir því að ákæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Á góðum batavegi „Ég hef náð góðum líkamlegum bata en varð fyrir meiðslum sem krefjast frekari æfinga til að ná fullum styrk. Endurhæfingin hefur gengið mjög vel með mikilli vinnu,“ segir Ingunn í viðtali við VG. „Þetta hefur verið meiri rússíbani með andlegu líðanina en ég ætla að bíða með að tjá mig frekar þar til réttarhöldin fara fram.“ Fram kemur í frétt VG að nemandinn hafi fallið á prófi skömmu fyrir árásina. Hann hafi brugðist við með því að ráðast á kennarann. Ingunn ræddi við fréttastofu um árásina í fyrra. Þar sagðist hún ekki bera kala til árásarmannsins og sagði einmitt að rétt viðbrögð samstarfsfólks og hennar sjálfrar hefðu bjargað lífi hennar. „Nei ég finn enga reiði, ekki í garð árásarmannsins sko. Ég vona bara að honum verði hjálpað út úr þeim hugsunum, hverjar sem þær voru sem leiddu til þessa.“
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira