Enginn axli ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts ungra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2024 11:21 Berglind Björg Arnarsdóttir og Winter Ivý kvöddu þennan heim alltof snemma. Foreldrar þeirra eru allt annað en sáttir við viðbrögð heilbrigðiskerfisins. Borgarfulltrúi Pírata er hugsi yfir því að forsvarsfólk í heilbrigðiskerfinu hafi ekki viðurkennt mistök og axlað ábyrgð í tveimur tilfellum þegar mjög ung börn létust. Það strái salti í sár syrgjandi foreldra að neitað sér fyrir mistök. Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar til frásagna foreldra tveggja barna. Annars vegar foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldrarnir ætla að stefna ríkinu. Hins vegar vísar Dóra Björt til frásagnar Anitu Berkeley sem lýsir í Facebook færslu samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk á Barnaspítala Hringsins þegar tæplega sjö vikna gömul dóttir hennar var veik. Sú litla hafi verið metin sem hefðbundið kveisubarn og útskrifuð. Innan við hálfum sólarhring síðar var hún látin. „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana. Var send heim til að deyja,“ segir Anita í færslu sinni sem er í mikilli dreifingu. „Á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans var mér tilkynnt að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ Skráning á atvikum innan barnaspítalans hafi verið ábótavant. „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“ spyr Anita. Lágmark að viðurkenna ábyrgð Dóra Björt er hugsi yfir heilbrigðiskerfinu. „Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“ spyr Dóra Björt. „Ég hef sjálf upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.“ Hún segir lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. „Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifa. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar. Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru.“ Hún segist meðvituð um að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. „Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir vísar til frásagna foreldra tveggja barna. Annars vegar foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldrarnir ætla að stefna ríkinu. Hins vegar vísar Dóra Björt til frásagnar Anitu Berkeley sem lýsir í Facebook færslu samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsfólk á Barnaspítala Hringsins þegar tæplega sjö vikna gömul dóttir hennar var veik. Sú litla hafi verið metin sem hefðbundið kveisubarn og útskrifuð. Innan við hálfum sólarhring síðar var hún látin. „6 vikna og 6 daga gömul dóttir mín. Sem stólaði á mig fyrir öryggi og líf. Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana. Var send heim til að deyja,“ segir Anita í færslu sinni sem er í mikilli dreifingu. „Á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans var mér tilkynnt að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ Skráning á atvikum innan barnaspítalans hafi verið ábótavant. „Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“ spyr Anita. Lágmark að viðurkenna ábyrgð Dóra Björt er hugsi yfir heilbrigðiskerfinu. „Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“ spyr Dóra Björt. „Ég hef sjálf upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.“ Hún segir lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. „Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifa. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar. Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru.“ Hún segist meðvituð um að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. „Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira