Líkhús Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 23. maí 2024 14:01 Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sjá kirkjugarðarnir alfarið um þetta verkefni. Á öðrum stöðum hefur samfélagið leyst verkefnið með ólíkum hætti. Oftar en ekki hafa líknarfélög tekið þátt í stofnkostnaði og eru líkgeymslur þar ýmis í húsnæði á vegum kirkju, ríkis eða sveitarfélaga, oft í tengslum við heilbrigðisstofnanir. Í einhverjum tilvikum reka einkaaðilar líkhús og þá oft og tíðum líkhús sem einhver af þessum aðilum hefur komið á fót. Í sumum tilvikum tengjast kapellur eða sambærileg herbergi líkgeymslunum. Þróun síðustu ára Á síðustu árum hefur líkgeymslum fækkað, með bættum samgöngum, sameiningu sveitarfélaga og sókna. Samfara því hefur ágreiningur vegna reksturs þeirra og aðgengis að þeim víða komið upp á yfirborðið. Sennilega hefur líka dregið úr því að sjálfboðaliðar sinni verkefnum af þessu tagi. Óljóst er hver á að greiða kostnaðinn við rekstur líkhúsa. Kostnaðurinn við rekstur hefur einnig aukist ár frá ári, annars vegar vegna fólksfjölgunar en hins vegar vegna tilhneigingar til að lengja tímann sem líður frá andláti að útför. Þá hefur einnig komið upp ágreiningur þegar kemur að viðhaldi eða endurnýjun búnaðar tengdum líkhúsum. Mér finnst blasa við að skýra þurfi ábyrgð á því að halda úti og reka líkgeymslur. Eins er mikilvægt að skýra réttindi til aðgengis að líkgeymslum. Í minni byggðarlögum sýnist mér blasa við að eðlilegast væri að tengja staðsetninguna heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum og því að þar þurfa að vera til kælar til að geyma lík til skemmri tíma og vandséð að það sé skynsamlegt að reka fleiri en einn líkkæli í sama byggðarlagi. Á heilbrigðisstofnun er jafnframt starfsfólk til staðar sem hefur sérþekkingu í meðferð líka. Ljóst er að þörf er á misjöfnum útfærslum á milli byggðalaga, enda er þau jafn ólík og þau eru mörg og engin ein lausn sem gengur upp fyrir alla. Ágreiningur um rekstur líkhúsa Svo virðist sem lengi hafi verið uppi ágreiningur milli Kirkjugarðasambands Íslands og dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um það hvort rekstur líkhúsa sé meðtalinn í framlagi ríkisins eða ekki. Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús en ber ekki skylda til þess. Engin lög ná yfir það hvernig skuli fara með hinn látna frá andláti til brennslu og/eða greftrunar. Lög kveða hvorki á um hvers konar húsnæði eða geymslu skuli notast við fyrir líkhús, né hver skuli bera kostnað af líkhúsi, rekstri þess og stofnkostnaði. Nú eru engar kröfur gerðar til þess húsnæðis sem notað er sem líkhús skv. gildandi lögum. Í verklagsreglum sóttvarnarlæknis frá árinu 2018, um meðferð og flutning á líkum, má finna leiðbeiningar m.a. um hreinlæti í líkgeymslum. Í reglunum er skilgreint hvað þurfi að vera til staðar í slíku rými. Ég lagði fram fyrirspurn um málið í janúar. Fyrir áhugasama má finna umræðuna við dómsmálaráðherra hér fyrir neðan, en umræðan fór fram þann 18. mars: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20240318T191201 Er ekki tímabært að bundið verði í lög að ríkissjóður kosti tímabilið frá andláti til greftrunar miðað við ákveðna grunnþjónustu? Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru frá árinu 1993 og þau þarfnast sannarlega endurbóta, sérstaklega hvað varðar að tryggja líkhúsum landsins fullnægjandi rekstrarheimildir. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sjá kirkjugarðarnir alfarið um þetta verkefni. Á öðrum stöðum hefur samfélagið leyst verkefnið með ólíkum hætti. Oftar en ekki hafa líknarfélög tekið þátt í stofnkostnaði og eru líkgeymslur þar ýmis í húsnæði á vegum kirkju, ríkis eða sveitarfélaga, oft í tengslum við heilbrigðisstofnanir. Í einhverjum tilvikum reka einkaaðilar líkhús og þá oft og tíðum líkhús sem einhver af þessum aðilum hefur komið á fót. Í sumum tilvikum tengjast kapellur eða sambærileg herbergi líkgeymslunum. Þróun síðustu ára Á síðustu árum hefur líkgeymslum fækkað, með bættum samgöngum, sameiningu sveitarfélaga og sókna. Samfara því hefur ágreiningur vegna reksturs þeirra og aðgengis að þeim víða komið upp á yfirborðið. Sennilega hefur líka dregið úr því að sjálfboðaliðar sinni verkefnum af þessu tagi. Óljóst er hver á að greiða kostnaðinn við rekstur líkhúsa. Kostnaðurinn við rekstur hefur einnig aukist ár frá ári, annars vegar vegna fólksfjölgunar en hins vegar vegna tilhneigingar til að lengja tímann sem líður frá andláti að útför. Þá hefur einnig komið upp ágreiningur þegar kemur að viðhaldi eða endurnýjun búnaðar tengdum líkhúsum. Mér finnst blasa við að skýra þurfi ábyrgð á því að halda úti og reka líkgeymslur. Eins er mikilvægt að skýra réttindi til aðgengis að líkgeymslum. Í minni byggðarlögum sýnist mér blasa við að eðlilegast væri að tengja staðsetninguna heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum og því að þar þurfa að vera til kælar til að geyma lík til skemmri tíma og vandséð að það sé skynsamlegt að reka fleiri en einn líkkæli í sama byggðarlagi. Á heilbrigðisstofnun er jafnframt starfsfólk til staðar sem hefur sérþekkingu í meðferð líka. Ljóst er að þörf er á misjöfnum útfærslum á milli byggðalaga, enda er þau jafn ólík og þau eru mörg og engin ein lausn sem gengur upp fyrir alla. Ágreiningur um rekstur líkhúsa Svo virðist sem lengi hafi verið uppi ágreiningur milli Kirkjugarðasambands Íslands og dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um það hvort rekstur líkhúsa sé meðtalinn í framlagi ríkisins eða ekki. Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús en ber ekki skylda til þess. Engin lög ná yfir það hvernig skuli fara með hinn látna frá andláti til brennslu og/eða greftrunar. Lög kveða hvorki á um hvers konar húsnæði eða geymslu skuli notast við fyrir líkhús, né hver skuli bera kostnað af líkhúsi, rekstri þess og stofnkostnaði. Nú eru engar kröfur gerðar til þess húsnæðis sem notað er sem líkhús skv. gildandi lögum. Í verklagsreglum sóttvarnarlæknis frá árinu 2018, um meðferð og flutning á líkum, má finna leiðbeiningar m.a. um hreinlæti í líkgeymslum. Í reglunum er skilgreint hvað þurfi að vera til staðar í slíku rými. Ég lagði fram fyrirspurn um málið í janúar. Fyrir áhugasama má finna umræðuna við dómsmálaráðherra hér fyrir neðan, en umræðan fór fram þann 18. mars: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20240318T191201 Er ekki tímabært að bundið verði í lög að ríkissjóður kosti tímabilið frá andláti til greftrunar miðað við ákveðna grunnþjónustu? Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru frá árinu 1993 og þau þarfnast sannarlega endurbóta, sérstaklega hvað varðar að tryggja líkhúsum landsins fullnægjandi rekstrarheimildir. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun