Algjör óvissa með Dragon Dim Sum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 12:19 Dragon Dim Sum flutti í mun stærra húsnæði við Geirsgötu. Margir hafa reynt veitingarekstur í sama rými undanfarin ár án góðs árangurs. Vísir/vilhelm Lokað hefur verið á veitingastaðnum Dragon Dim Sum undanfarnar vikur og heyrast áhyggjuraddir fastagesta með framtíð staðarins. Rekstraraðilar segjast leita allra leiða til að halda rekstrinum gangandi á nýjum stað. Unnið sé að því nótt og dag. Staðurinn var um tíma rekin í litlu rými við Bergstaðastræti 4 á móti skemmtistaðnum Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn var vel sóttur og fór svo að staðurinn flutti í stærra húsnæði við Geirsgötu 9 við höfnina. Húsnæðið er auglýst til leigu.Vísir/Vilhelm Dragon Dim Sum byrjaði sem samvinnu popup haustið 2020 milli Matbars og Makake en er í dag rekin af Matbar. Staðurinn er dim sum bar undir áhrifum frá Suður-Kína og Taiwan, frá litlu dim sum stöðunum sem finnast þar. Dim sum þýðir smáréttir en bókstafleg þýðing væri „að snerta hjartað“, að því er segir á heimasíðu veitingastaðarins. Þessi miði er á inngangi staðarins í Geirsgötu.Vísir/vilhelm Síminn sem gefinn er upp á heimasíðu staðarins er óvirkur og á hvítum miða í Geirsgötu segir: „Vegna tæknilegra erfiðleika erum við lokað í dag. Biðjumst afsökunar á þessu.“ Sá miði hefur verið uppi í nokkurn tíma. Þá stendur á öðrum miða í glugga staðarins að húsnæðið sé laust til leigu. Af umræðum á Facebook má ljóst vera að margir munu sjá á eftir staðnum sem hefur notið mikilla vinsælda. Hrafnkell Sigríðarson, einn af aðstandendum staðarins, segir að leitað sé allra leiða til að halda rekstri staðarins áfram í nýju húsnæði. Vegna fjölda fyrirspurna og opinberrar umfjöllunar um tímabundna lokun Dragon Dim Sum Við erum á fullu að vinna að því, dag og nótt, að opna aftur Dragon Dim Sum Svo þið, kæru viðskiptavinir og velunnarar, getið skipt um áhyggjur Það koma fréttir af nýjum Dragon Dim Sum á nýrri staðsetningu mjög fljótlega Þökkum biðlundina Eigendur og aðstandendur Dragon Dim Sum Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá eigendum og aðstandendum Dim Sum. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Staðurinn var um tíma rekin í litlu rými við Bergstaðastræti 4 á móti skemmtistaðnum Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. Staðurinn var vel sóttur og fór svo að staðurinn flutti í stærra húsnæði við Geirsgötu 9 við höfnina. Húsnæðið er auglýst til leigu.Vísir/Vilhelm Dragon Dim Sum byrjaði sem samvinnu popup haustið 2020 milli Matbars og Makake en er í dag rekin af Matbar. Staðurinn er dim sum bar undir áhrifum frá Suður-Kína og Taiwan, frá litlu dim sum stöðunum sem finnast þar. Dim sum þýðir smáréttir en bókstafleg þýðing væri „að snerta hjartað“, að því er segir á heimasíðu veitingastaðarins. Þessi miði er á inngangi staðarins í Geirsgötu.Vísir/vilhelm Síminn sem gefinn er upp á heimasíðu staðarins er óvirkur og á hvítum miða í Geirsgötu segir: „Vegna tæknilegra erfiðleika erum við lokað í dag. Biðjumst afsökunar á þessu.“ Sá miði hefur verið uppi í nokkurn tíma. Þá stendur á öðrum miða í glugga staðarins að húsnæðið sé laust til leigu. Af umræðum á Facebook má ljóst vera að margir munu sjá á eftir staðnum sem hefur notið mikilla vinsælda. Hrafnkell Sigríðarson, einn af aðstandendum staðarins, segir að leitað sé allra leiða til að halda rekstri staðarins áfram í nýju húsnæði. Vegna fjölda fyrirspurna og opinberrar umfjöllunar um tímabundna lokun Dragon Dim Sum Við erum á fullu að vinna að því, dag og nótt, að opna aftur Dragon Dim Sum Svo þið, kæru viðskiptavinir og velunnarar, getið skipt um áhyggjur Það koma fréttir af nýjum Dragon Dim Sum á nýrri staðsetningu mjög fljótlega Þökkum biðlundina Eigendur og aðstandendur Dragon Dim Sum Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá eigendum og aðstandendum Dim Sum.
Vegna fjölda fyrirspurna og opinberrar umfjöllunar um tímabundna lokun Dragon Dim Sum Við erum á fullu að vinna að því, dag og nótt, að opna aftur Dragon Dim Sum Svo þið, kæru viðskiptavinir og velunnarar, getið skipt um áhyggjur Það koma fréttir af nýjum Dragon Dim Sum á nýrri staðsetningu mjög fljótlega Þökkum biðlundina Eigendur og aðstandendur Dragon Dim Sum
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira