Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik-Valur 2-1 | Endurkomusigur hjá Blikum Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2024 20:50 Blikar fögnuðu sigri Vísir/Haraldur Guðjónsson Blikakonur er einar með fullt hús á toppnum eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í toppslag Bestu deildar kvenna. Valskonur komust yfir en Blikar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Aðstæður voru mjög krefjandi og leikurinn fór afar rólega af stað. Bæði lið þurftu að aðlagast veðrinu sem var ekki gott og boltinn var mikið út af vellinum. Eftir fimmtán mínútur af engu náði Valur að færa liðið ofar á völlinn og liðið fór að skapa færi. Nadía Atladóttir fékk gott færi inn í teig þar sem boltinn datt fyrir hana og hún fékk tíma en skaut beint á Telmu Ívarsdóttur sem varði. Skömmu seinna tók Katherine Cousins boltann á lofti og þrumaði honum í stöngina. Valur komst verðskuldað yfir á 34. mínútu. Anna Rakel Pétursdóttir átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks á Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur sem átti eftir að gera helling. Guðrún fékk boltann við endalínuna, klobbaði Ástu Eir Árnadóttur, kom sér á hægri fótinn og setti boltann í vinkilinn. Það var hart barist í toppslagnumVísir/Haraldur Guðjónsson Thors Valskonur voru 0-1 yfir í hálfleik Það dró til tíðinda á 64. mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði leikinn. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem var ný komin inn á sem varamaður renndi boltanum á Andreu sem lék á Önnu Rakel og þrumaði boltanum síðan í fjærhornið. Það var mikil gleði hjá Kópavogsbúum eftir leikVísir/Haraldur Guðjónsson Sex mínútum síðar bætti Breiðablik við öðru marki. Agla María Albertsdóttir tók stutta hornspyrnu og fékk boltann aftur og þá kom frábær sending á Barbáru Sól Gísladóttur sem engin var að dekka og hún skallaði boltann í markið af stuttu færi. Breiðablik vann að lokum 2-1 sigur og er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sex leikina í Bestu deild kvenna. Breiðablik fagnaði 2-1 sigriVísir/Haraldur Guðjónsson Thors Atvik leiksins Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda breytingu eftir 60. mínútur sem breytti leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir komu inn á og eftir það fór Breiðablik að spila miklu betur sem skilaði tveimur mörkum. Stjörnur og skúrkar Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, var stjarna leiksins en hún gerði sigurmarkið. Hún spilaði allan leikinn og gerði það með stakri prýði. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, leikmaður Vals, skoraði glæsilegt mark þar sem hún klobbaði Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, og átti síðan frábæra afgreiðslu þar sem hún setti boltann í fjærhornið. Því miður fyrir Guðrúnu dugði þetta flotta mark ekki til þess að fá stig. Málfríður Anna Eiríksdóttir, leikmaður Vals, var steinsofnandi í öðru marki Blika þar sem hún gleymdi sér og var ekki að passa upp á Barbáru Sól sem fékk frían skalla og skoraði. Málfríður átti heilt yfir ekki góðan leik og var því skúrkur. Twana Khalid Ahmed dæmdi leikinn frábærlegaVísir/Haraldur Guðjónsson Thors Dómarinn Twana Khalid Ahmed dæmdi leik kvöldsins. Twana dæmdi leikinn frábærlega og var með fullkomna stjórn á leiknum og á hrós skilið fyrir vel dæmdan leik. Uppbótartíminn var aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik sem var full lítið en annars var ekki við neinu að kvarta. Twana fær 8 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður voru skelfilegar þar sem það rigndi mikið og það var mjög hvasst. Starfsmenn Kópavogsvallar þurftu að reisa led skiltin upp sem höfðu fokið og þegar Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali við Stöð 2 Sport þurfti hann að hafa sig allan við að laga viðtalsvegginn sem var að fjúka á hann. Alls mættu 118 áhorfendur á Kópavogsvöll sem eiga allir mikið hrós skilið fyrir að hafa lagt á sig að mæta á völlinn í þessu vonda veðri. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Íslenski boltinn
Blikakonur er einar með fullt hús á toppnum eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í toppslag Bestu deildar kvenna. Valskonur komust yfir en Blikar tryggðu sér sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Aðstæður voru mjög krefjandi og leikurinn fór afar rólega af stað. Bæði lið þurftu að aðlagast veðrinu sem var ekki gott og boltinn var mikið út af vellinum. Eftir fimmtán mínútur af engu náði Valur að færa liðið ofar á völlinn og liðið fór að skapa færi. Nadía Atladóttir fékk gott færi inn í teig þar sem boltinn datt fyrir hana og hún fékk tíma en skaut beint á Telmu Ívarsdóttur sem varði. Skömmu seinna tók Katherine Cousins boltann á lofti og þrumaði honum í stöngina. Valur komst verðskuldað yfir á 34. mínútu. Anna Rakel Pétursdóttir átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks á Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur sem átti eftir að gera helling. Guðrún fékk boltann við endalínuna, klobbaði Ástu Eir Árnadóttur, kom sér á hægri fótinn og setti boltann í vinkilinn. Það var hart barist í toppslagnumVísir/Haraldur Guðjónsson Thors Valskonur voru 0-1 yfir í hálfleik Það dró til tíðinda á 64. mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði leikinn. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir sem var ný komin inn á sem varamaður renndi boltanum á Andreu sem lék á Önnu Rakel og þrumaði boltanum síðan í fjærhornið. Það var mikil gleði hjá Kópavogsbúum eftir leikVísir/Haraldur Guðjónsson Sex mínútum síðar bætti Breiðablik við öðru marki. Agla María Albertsdóttir tók stutta hornspyrnu og fékk boltann aftur og þá kom frábær sending á Barbáru Sól Gísladóttur sem engin var að dekka og hún skallaði boltann í markið af stuttu færi. Breiðablik vann að lokum 2-1 sigur og er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sex leikina í Bestu deild kvenna. Breiðablik fagnaði 2-1 sigriVísir/Haraldur Guðjónsson Thors Atvik leiksins Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda breytingu eftir 60. mínútur sem breytti leiknum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir komu inn á og eftir það fór Breiðablik að spila miklu betur sem skilaði tveimur mörkum. Stjörnur og skúrkar Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Breiðabliks, var stjarna leiksins en hún gerði sigurmarkið. Hún spilaði allan leikinn og gerði það með stakri prýði. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, leikmaður Vals, skoraði glæsilegt mark þar sem hún klobbaði Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, og átti síðan frábæra afgreiðslu þar sem hún setti boltann í fjærhornið. Því miður fyrir Guðrúnu dugði þetta flotta mark ekki til þess að fá stig. Málfríður Anna Eiríksdóttir, leikmaður Vals, var steinsofnandi í öðru marki Blika þar sem hún gleymdi sér og var ekki að passa upp á Barbáru Sól sem fékk frían skalla og skoraði. Málfríður átti heilt yfir ekki góðan leik og var því skúrkur. Twana Khalid Ahmed dæmdi leikinn frábærlegaVísir/Haraldur Guðjónsson Thors Dómarinn Twana Khalid Ahmed dæmdi leik kvöldsins. Twana dæmdi leikinn frábærlega og var með fullkomna stjórn á leiknum og á hrós skilið fyrir vel dæmdan leik. Uppbótartíminn var aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik sem var full lítið en annars var ekki við neinu að kvarta. Twana fær 8 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og aðstæður voru skelfilegar þar sem það rigndi mikið og það var mjög hvasst. Starfsmenn Kópavogsvallar þurftu að reisa led skiltin upp sem höfðu fokið og þegar Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali við Stöð 2 Sport þurfti hann að hafa sig allan við að laga viðtalsvegginn sem var að fjúka á hann. Alls mættu 118 áhorfendur á Kópavogsvöll sem eiga allir mikið hrós skilið fyrir að hafa lagt á sig að mæta á völlinn í þessu vonda veðri.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti