Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47