Þetta staðfestir Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður konunnar sem lagði fram kæru á hendur Alberti síðasta sumar.
Héraðssaksóknari tók í febrúar á þessu ári ákvörðun um að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi.
Héraðssaksóknari kemur því til með að gefa út ákæru á hendur Alberti.
Eva Bryndís segir að í niðurstöðu ríkissaksóknara sé tekið fram að talið sé líklegt að gögn málsins leiði til sakfellis.
„Framburður brotaþola þyki einkar trúverðugur,“ segir Eva Bryndís og enn fremur:
„Auðvitað er þetta í samræmi við það sem minn umbjóðandi sagði í upphafi. Þannig það kemur ekki á óvart að henni sé trúað.“
Albert hefur síðustu tvö ár leikið með liði Genóa í ítölsku úrvalsdeildinni með góðum árangri. Áður hafði hann leikið með liðum AZ Alkmar og PSV Eindhoven í Hollandi. Frá því að málið kom upp hefur Albert ekki mátt leika með landsliði Íslands, utan umspilsleikja sem fóru fram í mars. Þá var ákvörðun héraðssaksóknara, um að fella málið niður, enn í gildi.