Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2024 20:30 Árni Guðmundsson hefur lengi barist gegn áfengi í verslanir. arnar halldórsson Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira