Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 08:53 Lagt er til að börnum yngri en 16 ára verði ekki heimilt að eiga farsíma eða vera á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum. Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum.
Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira