Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason skrifa 27. maí 2024 08:02 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun