Sanngjarnt lífeyriskerfi: Neikvæða eða jákvæða hvata til að virkja fatlað fólk til atvinnuþátttöku ? Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason skrifa 27. maí 2024 08:02 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Með endurskoðuninni, stefna stjórnvöld að stóraukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Í því felst meðal annars að einstaklingar sem metnir yrðu með 26%-50% starfsgetu í nýju kerfi fengju greidda svokallaða hlutaörorku sem er 75% af þeirri upphæð sem fullur örorkulífeyrir nemur. Hin 25% fengi viðkomandi einstaklingur greidd í formi virknistyrks og getur átt rétt á honum í allt að 24 mánuði í senn. Til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkomandi enn fremur að vera í virkri atvinnuleit. Í frumvarpinu eru skilgreindar aðstæður sem geta orðið til þess að fólk með skerta starfsgetu í atvinnuleit getur misst rétt sinn til virknistyrks. Á það m.a. við ef atvinnuleitandinn hafnar starfi sem honum býðst eftir að hafa verið í atvinnuleit í aðeins tvo mánuði. Sama á við ef viðkomandi hafnar atvinnuviðtali sem honum býðst á sama tímabili, er ekki talinn hafa sinnt atvinnuviðtali án ástæðulausrar tafar, hafnar þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum eða lætur hjá líða að veita nauðsynlegar upplýsingar um það sem kann að hafa áhrif á greiðslu virknistyrks til viðkomandi. ÖBÍ harmar að hið nýja almannatryggingakerfi sem mælt er fyrir um með áformum um stóraukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks byggi á neikvæðum og refsikenndum hvötum til atvinnuþátttöku þess. Það er staðreynd að fyrir margt fatlaða fólk með skerta starfsgetur er lítið sem ekkert framboð af störfum sem henta þeim. Það er trú ÖBÍ að færri en fleiri finni starf sem hentar þeirra aðstæðum innan tveggja mánaða í atvinnuleit. Að mati ÖBÍ er með þessum ákvæðum gerðar mun strangari kröfur til fatlaðs fólks í atvinnuleit en fólks sem er í atvinnuleit og þiggur atvinnuleysisbætur. Fyrir vikið er framfærsluöryggi fatlaðs fólks minna sem er gríðarlega kvíðavaldandi og oft á tíðum niðurlægjandi. Þetta fyrirkomulag er því í hrópandi ósamræmi við yfirlýstan tilgang frumvarpsins. Því leggur ÖBÍ til að fallið verði frá hinum refsikenndu ákvæðum í frumvarpinu og að þess í stað verði aukin áherslu á jákvæða hvata til atvinnuþátttöku. Einnig verði lögð áhersla á stuðning við atvinnuveitendur sem vilja gera það sem til þarf svo tryggja megi fötluðu fólki jöfn tækifæri til atvinnu með viðeigandi aðlögun. Af lestri frumvarpsins er ljóst að virknistyrkur fellur niður með öllu frá fyrstu krónu sem einstaklingur aflar sér í tekjur. Í fyrsta lagi hefur ÖBÍ bent á að afleiðingar þess munu vera þær að fjölmargir einstaklingar sem munu fá hlutaörorku í nýju kerfi munu koma verr út en þeir myndu gera í núverandi kerfi. ÖBÍ hefur birt úrteikningaþví til stuðnings. Útreikningar ÖBÍ sýna að til þess að koma betur út í nýju kerfi þurfa einstaklingar að hafa tekjur að upphæðum sem að mati ÖBÍ endurspegla langt í frá raunveruleikann hvað varðar stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Þá telur ÖBÍ að um sé að ræða enn annað dæmi um neikvæða hvata frumvarpsins. ÖBÍ telur að með frumvarpinu eigi að leggja alla áherslu á jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks, hversu lítil eða mikil sem virknin kann að vera í tilviki hvers einstaklings. ÖBÍ leggur til þá breytingu að virknistyrkur falli ekki niður við öflun tekna eða að í frumvarpinu verði kveðið á um hæfilegt frítekjumark fyrir virknistyrk í þeim tilgangi að skapa jákvæða hvata til virkni fatlaðs fólks. Í beinum tengslum við það sem hér hefur komið fram bendir ÖBÍ á að áformum stjórnvalda um stóraukna atvinnuþátttöku faltaðs fólks verða óhjákvæmilega að fylgja umfangsmiklar aðgerðir til að tryggja að vinnumarkaðurinn geti tekið á móti þeim fjölbreytta hópi fólks sem á allt sitt udir í örorkulífeyriskerfinu. Tryggja verður störf sem henta hverjum og einum m.t.t. menntunar, þekkingar, reynslu, heilsufars, félagslegrar stöðu og annarra aðstæðna. Stjórnvöld verða að ráðstafa fjármagni sem tryggir með raunsæjum hætti framgang slíkra aðgerða svo möguleiki verði á að markmið frumvarpsins verði að veruleika. Höfundar eru hagfræðingur og lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun