Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Guðmundur Björnsson skrifar 26. maí 2024 11:00 Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík Guðmundur Björnsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar