Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Guðmundur Björnsson skrifar 26. maí 2024 11:00 Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík Guðmundur Björnsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar