Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Guðmundur Björnsson skrifar 26. maí 2024 11:00 Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun