Fyrirliðar Vals enda ferilinn á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 12:31 Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson lyftu Evrópubikarnum á loft eftir ótrúlegan vítakeppnissigur í gærkvöldi. facebook / valur handbolti Fyrirliðar Vals, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í gær og hafa báðir ákveðið að enda ferilinn á hápunkti. Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti