Í djúpneti íslenskra stjórnmála Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 13:30 Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegagerð Matvælaframleiðsla Magnús Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun