Í djúpneti íslenskra stjórnmála Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 13:30 Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegagerð Matvælaframleiðsla Magnús Guðmundsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun