Heimir Hallgríms þegar búinn að tryggja sambandinu 277 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 12:30 Heimir Hallgrímsson hefur þjálfað landslið Jamaíku síðan 2022. Getty/Shaun Clark Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa América, fer fram í sumar og við Íslendingar eigum þar flottan fulltrúa. Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson þjálfar jamaíska landsliðið og kom liðinu í úrslitakeppnina um Suðurameríkutitilinn. Jamaíka tryggði sér farseðilinn þangað með því að komast alla leið í úrslit Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameriku. Með þessum árangri hefur Heimir þegar tryggt jamaíska knattspyrnusambandinu tvær milljónir dollara eða 277 milljónir íslenskra króna. Mótshaldarar Copa América í ár hafa nefnilega greint frá því að verðlaunaféð hafi aldrei verið hærra í sögu keppninnar. Í raun tekur það risastórt stökk. Sources: Copa América to pay out record $72mThis summer's Copa America is set to distribute $72m in participation fees and prize money to the tournament's teams, with the winner getting $16m, sources told ESPN.https://t.co/zbIEQcA5q3— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 25, 2024 Alls verða greiddar 72 milljónir dollara í verðlaunafé. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttökuna en síðan verður fjörutíu milljónum skipt á milli þeirra eftir árangri. Í síðustu Copa América keppni þá voru greiddar 19,5 milljónir dollara fyrir árangur í keppninni. Þetta er því meira en tvöföldun á verðlaunafénu. Suðurameríkumeistarar Argentínu fengu 6,5 milljónir dollara fyrir sigur sinn í keppninni sumarið 2021 en sigurvegararnir í sumar fá sextán milljónir dollara eða meira en 2,2 milljarða í íslenskum krónum. Komist Jamaíka alla leið í undanúrslitin þá er sambandið öruggt með fjórar milljónir dollara að auki. Til þess þarf liðið auðvitað að komast upp úr riðlinum en í honum eru auk Jamaíka lið Mexíkó, Ekvador og Venesúela. Tvö efstu í riðlinum komst í átta liða úrslit. Riðill Jamaíka spilar þá við riðil A en í honum eru Argentína, Perú, Síle og Kanada. Suðurameríkukeppnin hefst 20. júní næstkomandi og fyrsti leikur Jamaíka er á móti Mexíkó tveimur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Copa América Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira