Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 10:17 Mennirnir eru taldir hafa sviðsett áreksturinn við Gjáhellu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Annar karlmaðurinn er skráður til heimilis í Blönduhlíð í Reykjavík en hinn á Ítalíu. Fram kemur í ákærunni að mennirnir hafi í félagi mánudaginn 5. apríl 2021 sett á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði í því skyni að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar Wolkswagen Passat bíls frá 2012 sem var tryggt hjá VÍS. Annars vegar vegna skemmda á Passatnum og hins vegar vegna skemmda á Volvo S60 bíl frá 2005. Aðdraganda árekstursins sviðsetta er lýst á þá leið í ákæru að karlmaðurinn sem er skráður búsettur á Ítalíu hafi ekið Volvonum norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamót Gjáhellu og Breiðhellu í um fjörutíu sekúndur. Þá hafi hann ekið bílnum hægt í veg fyrir Passatinn sem maðurinn búsettur í Blönduhlíð ók norðvestur Breiðhellu uns árekstur varð á gatnamótunum. Mennirnir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sá búsetti á Ítalíu sendi VÍS tilkynninguna í tölvupósti samdægurs. Þannig hafi mennirnir reynt að fá félagið til að bæta tjónið en áætlaður kostnaður af yfirtöku bílanna var 800 þúsund krónur annars vegar og 400 þúsund krónur hins vegar. Hafnarfjörður Tryggingar Samgönguslys Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Annar karlmaðurinn er skráður til heimilis í Blönduhlíð í Reykjavík en hinn á Ítalíu. Fram kemur í ákærunni að mennirnir hafi í félagi mánudaginn 5. apríl 2021 sett á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði í því skyni að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar Wolkswagen Passat bíls frá 2012 sem var tryggt hjá VÍS. Annars vegar vegna skemmda á Passatnum og hins vegar vegna skemmda á Volvo S60 bíl frá 2005. Aðdraganda árekstursins sviðsetta er lýst á þá leið í ákæru að karlmaðurinn sem er skráður búsettur á Ítalíu hafi ekið Volvonum norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamót Gjáhellu og Breiðhellu í um fjörutíu sekúndur. Þá hafi hann ekið bílnum hægt í veg fyrir Passatinn sem maðurinn búsettur í Blönduhlíð ók norðvestur Breiðhellu uns árekstur varð á gatnamótunum. Mennirnir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sá búsetti á Ítalíu sendi VÍS tilkynninguna í tölvupósti samdægurs. Þannig hafi mennirnir reynt að fá félagið til að bæta tjónið en áætlaður kostnaður af yfirtöku bílanna var 800 þúsund krónur annars vegar og 400 þúsund krónur hins vegar.
Hafnarfjörður Tryggingar Samgönguslys Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira