Ætlar auðvaldinu loks að takast að ráða í forsetaembættið? Reynir Böðvarsson skrifar 27. maí 2024 15:45 Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun