Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 14:40 Vegasamgöngur eru þriðjungur af samfélagslosun Íslands. Losun frá þeim jókst um átta prósent árið 2022 á sama tíma og samfélagslosun stóð annars í stað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að Íslands nái losunarskuldbindingum sínum á fyrstu tveimur árum Parísarsamkomulagsins samkvæmt nýjum tölum Umhverfisstofnunar. Heildarlosun jókst um eitt prósent en samfélagslosun stóð í stað. Íslensk stjórnvöld hafa nú skilað landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins en Ísland á í samstarfi við það um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar var samfélagslosun, sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, verið undir skuldbindingum fyrstu tvö ár Parísarsamkomulagsins. Samfélagslosun nam 2,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2022 og stóð í stað á milli ára. Hún var 1,3 prósentum undir árlegri losunarúthlutun Íslands. Stærstu þættirnir í samfélagslosun eru vegasamgöngur (33 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (sautján prósent). Losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára vegna aukinna eldsneytiskaupa á sama tíma og losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent vegna fækkunar sauðfjár og frá fiskipum um fimmtán prósent vegna minni eldsneytiskaupa á Íslandi. Fiskimjölsverksmiðjur juku losun sína um 463 prósent á milli ára vegna skerðingar á raforku. Umhverfisstofnun að samfélagslosunin hafi verið undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt skuldbindingum landsins og nettólosun vegna landnotkunar hafi dregist saman miðað við tímabilið 2005 til 2009. Því stefni í að Íslandi standist skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun og nettólosunar vegna landnotkunar 2021 og 2022. Losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent á milli 2021 og 2022 vegna fækkunar sauðfjár.Vísir/Vilhelm Enn þriðjungi minni losun en fyrir heimsfaraldur Útblástur frá alþjóðaflugi og siglingum jókst verulega á milli 2021 og 2022 þegar efnahagsumsvif tóku að nálgast fyrra horf eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Losun frá alþjóðasiglingum jókst um 124 prósent en frá alþjóðaflugi um 77 prósent. Alþjóðasamgöngur ollu losun á rúmlega milljón tonnum af koltvísýringsígildum árið 2022 en hún nam um einni og hálfri milljón tonnum árið 2018. Kísilmálmverksmiðjur voru ástæða þess að losun sem heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) jókst um tæplega tvö prósent á tímabilinu. Losun kísilmálmverksmiðjanna jókst um níu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Þó að losun vegna landnotkunar hafi aukist um eitt prósent á milli ára nam binding skóglendis meira en hálfri milljón tonna koltvísýringsíglda. Bindingin er sögð hafa sautjánfaldast frá árinu 1990. Stærsta einstaka uppspretta losunar vegna landnotkunar er framræst votlendi. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa nú skilað landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Evrópusambandsins en Ísland á í samstarfi við það um losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar var samfélagslosun, sú sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, verið undir skuldbindingum fyrstu tvö ár Parísarsamkomulagsins. Samfélagslosun nam 2,8 milljónum tonna koltvísýringsígilda árið 2022 og stóð í stað á milli ára. Hún var 1,3 prósentum undir árlegri losunarúthlutun Íslands. Stærstu þættirnir í samfélagslosun eru vegasamgöngur (33 prósent), landbúnaður (22 prósent) og fiskiskip (sautján prósent). Losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára vegna aukinna eldsneytiskaupa á sama tíma og losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent vegna fækkunar sauðfjár og frá fiskipum um fimmtán prósent vegna minni eldsneytiskaupa á Íslandi. Fiskimjölsverksmiðjur juku losun sína um 463 prósent á milli ára vegna skerðingar á raforku. Umhverfisstofnun að samfélagslosunin hafi verið undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt skuldbindingum landsins og nettólosun vegna landnotkunar hafi dregist saman miðað við tímabilið 2005 til 2009. Því stefni í að Íslandi standist skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun og nettólosunar vegna landnotkunar 2021 og 2022. Losun frá landbúnaði dróst saman um þrjú prósent á milli 2021 og 2022 vegna fækkunar sauðfjár.Vísir/Vilhelm Enn þriðjungi minni losun en fyrir heimsfaraldur Útblástur frá alþjóðaflugi og siglingum jókst verulega á milli 2021 og 2022 þegar efnahagsumsvif tóku að nálgast fyrra horf eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Losun frá alþjóðasiglingum jókst um 124 prósent en frá alþjóðaflugi um 77 prósent. Alþjóðasamgöngur ollu losun á rúmlega milljón tonnum af koltvísýringsígildum árið 2022 en hún nam um einni og hálfri milljón tonnum árið 2018. Kísilmálmverksmiðjur voru ástæða þess að losun sem heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) jókst um tæplega tvö prósent á tímabilinu. Losun kísilmálmverksmiðjanna jókst um níu prósent á milli áranna 2021 og 2022. Þó að losun vegna landnotkunar hafi aukist um eitt prósent á milli ára nam binding skóglendis meira en hálfri milljón tonna koltvísýringsíglda. Bindingin er sögð hafa sautjánfaldast frá árinu 1990. Stærsta einstaka uppspretta losunar vegna landnotkunar er framræst votlendi.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 19. apríl 2023 09:01