Hvers vegna kýs ég „nörd“ í smáríkjafræðum sem forseta? Steinn Jóhannsson skrifar 27. maí 2024 17:32 Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það styttist í 1. júní þegar Íslendingar kjósa nýjan forseta. Kjósendur geta valið úr stórum hópi frambjóðenda með ólíka sýn á forsetaembættið og stefnumálin eru af fjölbreyttum toga. Baldur Þórhallsson er með stefnumálin á hreinu og hann veit hvert á að stefna verði hann kosinn forseti. Allt frá því að Baldur steig fram sem frambjóðandi hefur hann skilmerkilega talað fyrir mannréttindum og að forsetinn eigi að tala fyrir málum sem sameina fremur en sundra. Baldur hefur mikið traust úti í samfélaginu og m.a. hefur þjóðkirkjan leitað til hans sem sáttamiðlara í málefnum kirkjunnar og Samtakanna 78. Fréttamiðlar hafa verið duglegir að leita til hans sem álitsgjafa í innlendum sem erlendum stjórnmálum enda er hann „nörd“ í smáríkjafræðum og þekkir íslenskt stjórnkerfi afar vel. Hann hefur lagt áherslu á að Íslandi láti til sín taka á alþjóðavettvangi og þar talar hann af reynslu. Mannréttindi eru í dag ofarlega í huga okkar þegar gengið er á mannréttindi víða um heim. Baldur hefur sýnt að hann hefur hugrekki til að tjá sig um mál sem þurfa að ná athygli ráðamanna, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og þannig getur hann haft áhrif. Baldur er góð fyrirmynd sem við getum litið upp til og verið stolt af. Hann er fjölskyldumaður og eiginmaður hans, Felix Bergsson er með honum í baráttunni og nái Baldur kjöri munu þeir saman beita sér sérstaklega fyrir réttindum barna og ungmenna og hefja samtal við hagsmunaaðila. Baldur hefur alla þá eiginleika sem til þarf til að vera sameiningartákn þjóðarinnar og til að koma sínum stefnumálum í framkvæmd, þ.e. stefnumálum þjóðarinnar. Hann er hokinn reynslu í alþjóðamálum og einn afkastamesti fræðimaður þjóðarinnar í smáríkjafræðum. Baldur veit hvað þarf til svo Ísland hafi sterkari rödd á alþjóðavettvangi og hafi áhrif meðal þjóða. Þann 1. júní höfum tækifæri til að breyta gangi sögunnar sem kjósendur og því segi ég kjósum Baldur Þórhallsson, alla leið á Bessastaði. Höfundur er stoltur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun