Orkan hjá Höllu Hrund Sara Oskarsson skrifar 28. maí 2024 09:00 Góð orka Frá alda öðli hefur íslenska þjóðin nýtt sér þá sérstöðu að búa á háhitasvæðum og virkjað jarðhitann þjóðinni allri til framdráttar. Saga hitaveitunnar á Íslandi er stórmerkileg og tilvist hennar þekkt á heimsvísu. Fólk lagðist á eitt við að byggja hana upp á sínum tíma og hefur hún þjónað okkur sem grunninnviðir síðan. Orkan okkar er samofninn menningu þessrar þjóðar. Sundlaugamenning Íslands hlaut nýverið tilnefningu á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Við eigum þetta forfeðrum og mæðrum okkar að þakka. Þeim bar gæfu til að búa yfir þeirri langtímahugsun sem þurfti til að byggja upp þennan fjársjóð sem við búum að í dag. Nú verðum við sem þjóð að sýna fram á viðlíka langtímahugsun til að vernda þessa sömu hagsmuni þjóðarinnar fyrir komandi kynslóðir. Það er skylda okkar að gera það. Þetta veit og skilur forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir orkumálstjóri manna best. Enginn er eyland Orkukerfið okkar er einangrað kerfi. Við stöndum nú á tímamótum sem lítil og einangruð þjóð í veruleika þar sem að við neyðumst til þess að bregðast við aukinni orkueftirspurn hérlendis sem og kröfum um ríkara orkuöryggi en verið hefur. Kerfið okkar er viðkvæmt fyrir röskunum og áföllum vegna náttúruhamfara. Helsta náttúruváin sem ógnar kerfinu hér eru stór eldgos, með gjóskufalli eða hraunstreymi, hamfarajökulhlaup og gos í grennd við viðkvæma hluta kerfisins eða jafnvel byggð. Staðreyndin er sú að náttúruvá getur hreinlega ógnað þjóðaröryggi á Íslandi. Þó að vissulega geti enginn komið í veg fyrir slíka atburði þá er vel hægt að hafa áhrif á hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið. Halla Hrund hefur lengi haldið á lofti umræðunni um dýrmæti auðlinda okkar og lagt áherslu á að við verðum að vera betur undirbúin fyrir framtíðarviðburði. Sem orkumálastjóri hefur hún bent á að nýlegar jarðhræringarnar sýni mikilvægi orkuinnviða landsins og verðmæti jarðhitans fyrir allt samfélagið. Og að það verði að passa upp á þá til lengri tíma. Ýmis kerfi séu komin vel til ára sinna og önnur kerfi stóli meira á þau en þegar að þau voru upphaflega tekin í notkun. Orkumálin í grunninn loftslagsmál Það eru fleiri samtímamál sem ógna orkuöryggi þjóðarinnar og ber þar helst að nefna loftlagsmál. Orkumálin eru í grunninn loftslagsmál. Orkukreppa Orkugjafar heimsins frá síðustu iðnbyltingu eru að verða uppurnir. Auk þess er það alvita að þessir orkugjafar eru síður en svo umhverfisvænir og eru að valda loftslagi jarðarinnar óafturkræfum skaða. Af þessu leiðir að horft er í æ ríkara mæli til Íslands hvað varðar sjálfbæra orkuframleiðslu og nýtingu. Þessi staða hefur svo bein áhrif á eftirspurn og verðmæti orkuauðlindanna hérlendis. Halla Hrund veit að orka og náttúra þessarar þjóðar er perla sem mikilvægt er að við sem þjóð stöndum saman vörð um. Hún er sá forsetaframbjóðandi sem hefur langmesta þekkingu á orku- og auðlindamálum sem eru og verða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í náinni framtíð. Halla Hrund er sá forsetaframbjóðandi sem ég treysti langbest til að búa yfir þeirri dómgreind sem forseti Íslands þarf á að halda þegar að þessi eldfimu orkumál eru annars vegar. Blikur á lofti Halla Hrund segir að hún muni standa með þjóðinni í þessum mikilvæga málaflokki þegar og ef að upp koma þingmál þar sem auðlindir okkar eru undir og berskjölduð fyrir hættum eins og markaðsmisnotkun, græði, framsali fullveldis yfir auðlindum okkar eða einhvers konar freistnivanda. Þegar að um svona gríðarleg verðmæti eru að ræða er þessar hættur ekki fjarlægar og okkur ber að taka það alvarlega. Tímarnir eru að breytast í orkumálum heimsins og spila stríð, loftslagsvá og orkuskipti þar stóran þátt. Lengi má mannin reyna Jafnvel þó að við margir eigi erfitt með að trúa því í dag að nokkur einasta hætta eða alvara gæti verið á að umræða um sölu á hlut ríkisins í Landsvirkjun til einkaaðila kæmi upp af alvöru, þá er vert að hafa í huga hversu hratt hlutir geta breyst og politíska landslagið með. Við skulum ekki gera lítið úr áhyggjum fólks af þessu því að lengi má manninn reyna. Halla Hrund er sá öryggisventill sem við verðum að hafa núna sem forseta á þessum umbrotatímum í orkumálum. Komi til þess að auðlindir okkar séu undir segir Halla Hrund að hún muni standa með raunverulegum eigendum þessara auðlinda, okkur þjóðinni - og ég trúi henni. Enda hefur hún ekki gefið neitt tilefni til annars en að vera fullkomlega traustsins verð. Íslenska þjóðin þarf forseta sem er óumdeild persóna og er í öruggri armslengd frá framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni. Einstakling sem kann að leggja við hlustir þegar að þjóðin þarfnast áheyrnar og þorir að bregðast við því ákalli. Oft var þörf Það hefur aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna að eiga forseta sem er ekki of tengdur þeim hagsmunaöflunum sem ítrekað virðast sjá sér leik á borði þegar að um er að ræða gróða tengdum nýtingu sameiginlegra náttúruauðlinda okkar. Ég legg til að við fáum ferkst og óháð blóð á Bessastaði og sýnum sama dug og langtímahugsun í þessum málum fyrir afkomendur okkar eins og forfeður okkar og mæður gerðu fyrir okkur. Ég gef Höllu Hrund Logadóttur mitt atkvæði í komandi forsetakosningum. Fyrir framtíðina. Höfundur er listamaður, varaþingmaður og fimm barna móðir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Góð orka Frá alda öðli hefur íslenska þjóðin nýtt sér þá sérstöðu að búa á háhitasvæðum og virkjað jarðhitann þjóðinni allri til framdráttar. Saga hitaveitunnar á Íslandi er stórmerkileg og tilvist hennar þekkt á heimsvísu. Fólk lagðist á eitt við að byggja hana upp á sínum tíma og hefur hún þjónað okkur sem grunninnviðir síðan. Orkan okkar er samofninn menningu þessrar þjóðar. Sundlaugamenning Íslands hlaut nýverið tilnefningu á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Við eigum þetta forfeðrum og mæðrum okkar að þakka. Þeim bar gæfu til að búa yfir þeirri langtímahugsun sem þurfti til að byggja upp þennan fjársjóð sem við búum að í dag. Nú verðum við sem þjóð að sýna fram á viðlíka langtímahugsun til að vernda þessa sömu hagsmuni þjóðarinnar fyrir komandi kynslóðir. Það er skylda okkar að gera það. Þetta veit og skilur forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir orkumálstjóri manna best. Enginn er eyland Orkukerfið okkar er einangrað kerfi. Við stöndum nú á tímamótum sem lítil og einangruð þjóð í veruleika þar sem að við neyðumst til þess að bregðast við aukinni orkueftirspurn hérlendis sem og kröfum um ríkara orkuöryggi en verið hefur. Kerfið okkar er viðkvæmt fyrir röskunum og áföllum vegna náttúruhamfara. Helsta náttúruváin sem ógnar kerfinu hér eru stór eldgos, með gjóskufalli eða hraunstreymi, hamfarajökulhlaup og gos í grennd við viðkvæma hluta kerfisins eða jafnvel byggð. Staðreyndin er sú að náttúruvá getur hreinlega ógnað þjóðaröryggi á Íslandi. Þó að vissulega geti enginn komið í veg fyrir slíka atburði þá er vel hægt að hafa áhrif á hversu alvarlegar afleiðingarnar geta orðið. Halla Hrund hefur lengi haldið á lofti umræðunni um dýrmæti auðlinda okkar og lagt áherslu á að við verðum að vera betur undirbúin fyrir framtíðarviðburði. Sem orkumálastjóri hefur hún bent á að nýlegar jarðhræringarnar sýni mikilvægi orkuinnviða landsins og verðmæti jarðhitans fyrir allt samfélagið. Og að það verði að passa upp á þá til lengri tíma. Ýmis kerfi séu komin vel til ára sinna og önnur kerfi stóli meira á þau en þegar að þau voru upphaflega tekin í notkun. Orkumálin í grunninn loftslagsmál Það eru fleiri samtímamál sem ógna orkuöryggi þjóðarinnar og ber þar helst að nefna loftlagsmál. Orkumálin eru í grunninn loftslagsmál. Orkukreppa Orkugjafar heimsins frá síðustu iðnbyltingu eru að verða uppurnir. Auk þess er það alvita að þessir orkugjafar eru síður en svo umhverfisvænir og eru að valda loftslagi jarðarinnar óafturkræfum skaða. Af þessu leiðir að horft er í æ ríkara mæli til Íslands hvað varðar sjálfbæra orkuframleiðslu og nýtingu. Þessi staða hefur svo bein áhrif á eftirspurn og verðmæti orkuauðlindanna hérlendis. Halla Hrund veit að orka og náttúra þessarar þjóðar er perla sem mikilvægt er að við sem þjóð stöndum saman vörð um. Hún er sá forsetaframbjóðandi sem hefur langmesta þekkingu á orku- og auðlindamálum sem eru og verða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í náinni framtíð. Halla Hrund er sá forsetaframbjóðandi sem ég treysti langbest til að búa yfir þeirri dómgreind sem forseti Íslands þarf á að halda þegar að þessi eldfimu orkumál eru annars vegar. Blikur á lofti Halla Hrund segir að hún muni standa með þjóðinni í þessum mikilvæga málaflokki þegar og ef að upp koma þingmál þar sem auðlindir okkar eru undir og berskjölduð fyrir hættum eins og markaðsmisnotkun, græði, framsali fullveldis yfir auðlindum okkar eða einhvers konar freistnivanda. Þegar að um svona gríðarleg verðmæti eru að ræða er þessar hættur ekki fjarlægar og okkur ber að taka það alvarlega. Tímarnir eru að breytast í orkumálum heimsins og spila stríð, loftslagsvá og orkuskipti þar stóran þátt. Lengi má mannin reyna Jafnvel þó að við margir eigi erfitt með að trúa því í dag að nokkur einasta hætta eða alvara gæti verið á að umræða um sölu á hlut ríkisins í Landsvirkjun til einkaaðila kæmi upp af alvöru, þá er vert að hafa í huga hversu hratt hlutir geta breyst og politíska landslagið með. Við skulum ekki gera lítið úr áhyggjum fólks af þessu því að lengi má manninn reyna. Halla Hrund er sá öryggisventill sem við verðum að hafa núna sem forseta á þessum umbrotatímum í orkumálum. Komi til þess að auðlindir okkar séu undir segir Halla Hrund að hún muni standa með raunverulegum eigendum þessara auðlinda, okkur þjóðinni - og ég trúi henni. Enda hefur hún ekki gefið neitt tilefni til annars en að vera fullkomlega traustsins verð. Íslenska þjóðin þarf forseta sem er óumdeild persóna og er í öruggri armslengd frá framkvæmdavaldinu, ríkisstjórninni. Einstakling sem kann að leggja við hlustir þegar að þjóðin þarfnast áheyrnar og þorir að bregðast við því ákalli. Oft var þörf Það hefur aldrei verið mikilvægara en akkúrat núna að eiga forseta sem er ekki of tengdur þeim hagsmunaöflunum sem ítrekað virðast sjá sér leik á borði þegar að um er að ræða gróða tengdum nýtingu sameiginlegra náttúruauðlinda okkar. Ég legg til að við fáum ferkst og óháð blóð á Bessastaði og sýnum sama dug og langtímahugsun í þessum málum fyrir afkomendur okkar eins og forfeður okkar og mæður gerðu fyrir okkur. Ég gef Höllu Hrund Logadóttur mitt atkvæði í komandi forsetakosningum. Fyrir framtíðina. Höfundur er listamaður, varaþingmaður og fimm barna móðir
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun