Halla Hrund fyrir framtíðina Þóra Árnadóttir skrifar 28. maí 2024 13:30 Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun