Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 18:11 Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans. Vísir/Vilhelm Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira