Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 18:11 Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans. Vísir/Vilhelm Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Ætla ekki að slíta viðræðum Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Sjá meira
Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Ætla ekki að slíta viðræðum Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Sjá meira