Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 20:56 Bolvíkingum er brugðið vegna málsins. Vísir/Arnar Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37