Meistaradeild Evrópu áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 06:31 Meistaradeildarbikarinn eftirsótti. vísir/getty Sýn hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa undirritað samning um sýningarrétt á leikjum Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildar og Sambandsdeildar á Íslandi til næstu þriggja keppnistímabila. Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Sjá meira
Samningurinn tekur gildi fyrir keppnistímabilið sem hefst í lok sumars 2024 og gildir það til loka keppnistímabilsins vorið 2027. Samningurinn er um helming allra leikja í ofangreindum keppnum, líkt og síðastliðin þrjú ár. Viaplay hefur verið með sýningarréttinn á hinum helming leikjanna og verður sama fyrirkomulag áfram næstu þrjú keppnistímabilin. Stærstu viðburðir Viaplay, þar á meðal leikir í Meistaradeild Evrópu, verða áfram sýndir á Vodafone Sport sem er í eigu Sýnar hf. Meistaradeild Evrópu hefur verið kjölfesta í dagskrárgerð Stöðvar 2 Sports í þau tæp 30 ár sem stöðin hefur verið starfrækt og verður áfram næstu þrjú árin hið minnsta. Stöð 2 Sport hefur verið leiðandi í íslensku íþróttasjónvarpi á þeim tíma en meðal þess efnis sem er á stöðinni er Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildin, Sambandsdeildin, Besta deild karla og kvenna, Subway deildir karla og kvenna, Lengjubikar karla og kvenna, FA Cup, Serie A, NBA, NFL, ACB, Masters, The Open, PGA Championship og LPGA. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardag.vísir/getty Meistaradeild Evrópu er sterkasta deildarkeppni heims í fótbolta og tekur breytingum í upphafi næsta keppnistímabils. Liðum verður fjölgað í 36 og keppt samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi. Sterkustu lið Evrópu munu nú mætast fyrr á tímabilinu en áður var mögulegt auk þess sem að bæði leikjum og leikvikum fjölgar. Nýtt fyrirkomulag tryggir einnig mikla spennu á öllum stigum keppninnar, frá fyrsta leikdegi að hausti til úrslitaleiksins að vori. Mikið ánægjuefni „Það er okkur mikið ánægjuefni að hafa náð samningum við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um áframhaldandi sýningarrétt frá bestu knattspyrnudeildum Evrópu. Stöð 2 Sport hefur lagt mikla áherslu á að vera leiðandi aðili í íþróttaútsendingum á Íslandi og útsendingar frá Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni hafa skipað þar meginhlutverk,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Stöð 2 og tengdir miðlar hafa boðið upp á hágæðaefni um langt skeið og samningar um úrvalsíþróttaefni, líkt og Meistaradeildina, sjá til þess að áskrifendur okkar njóta þess áfram um ókomin ár.“ Boðið upp á hágæðaútsendingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþróttadeildar Sýnar hf., segir einnig að nýr samningur sé gleðiefni og sem fyrr verði blásið til mikillar veislu. „Stöð 2 Sport hefur átt afar gott samband við UEFA til fjölda ára og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs. Stöð 2 Sport mun eftir sem áður kappkosta við að bjóða upp á hágæðaútsendingar, bæði frá leikjum og umfjöllunarþáttum í öllum þremur keppnum. Umgjörðin í dagskrárgerð Meistaradeildar Evrópu hefur stækkað með hverju árinu og mun gera áfram. Kappkostað verður að bjóða áskrifendum Stöðvar 2 Sports upp á besta íþróttaefni sem völ er á, bæði af innlendum og erlendum vettvangi, og skipar þar Meistaradeild Evrópu veigamikinn sess.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport