Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:40 Erik ten Hag kyssir bikarinn sem Manchester United vann á Wembley um síðustu helgi. AP/Kin Cheung Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. Það lítur út fyrir það að eigendur United ætli að láta hollenska knattspyrnustjórann bíða og jafnvel bíða lengi eftir því að þeir taki ákvörðun um framtíðina. Heimildarmenn ESPN herma að í herbúðum Manchester United séu menn ekkert að flýta sér að komast að niðurstöðu. Hluteigandinn Sir Jim Ratcliffe og INEOS liðið hans munu taka sér tíma í að meta allt þætti í kringum félagið og fara vel yfir frammistöðuna á leiktíðinni. Sources: Ten Hag future decision not imminentErik ten Hag is being made to wait before learning whether he will continue as Manchester United manager, sources have told ESPN.https://t.co/fYMtaVBJnh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 Ten Hag á enn eitt ár eftir af samningi sínum og því verða Ratcliffe og félagar að reka hann ætli þeir að skipta um knattspyrnustjóra. Samkvæmt upplýsingum ESPN þá er vaninn að endurskoðun sem þessi hjá INEOS fyrirtækinu taki í kringum fjóra daga í framkvæmd. Það fylgir þó sögunni að þeir hafa ekki sett sér neina tímapressu á að komast að niðurstöðu. Enskir fjölmiðlar fjölluðu um að reka ætti Ten Hag en það var áður en hann vann Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Ten Hag er farinn í sumarfrí en fær mögulega símtal á næstunni þar sem hann fær að vita hvort hann fái að halda áfram eða hvort United leiti til manna eins og Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino, Thomas Frank eða Kieran McKenna. United endaði vissulega í áttunda sæti sem er lægsta sæti liðsins frá 1990. Liðið endaði líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni og það var enginn Evrópubolti eftir jól. Ten Hag gæti hins vegar fengið að byrja næsta tímabil ef marka má fyrrnefnda frétt. Það er því óhætt að segja að hollenski stjórinn sé í furðulegri stöðu þessa dagana. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Það lítur út fyrir það að eigendur United ætli að láta hollenska knattspyrnustjórann bíða og jafnvel bíða lengi eftir því að þeir taki ákvörðun um framtíðina. Heimildarmenn ESPN herma að í herbúðum Manchester United séu menn ekkert að flýta sér að komast að niðurstöðu. Hluteigandinn Sir Jim Ratcliffe og INEOS liðið hans munu taka sér tíma í að meta allt þætti í kringum félagið og fara vel yfir frammistöðuna á leiktíðinni. Sources: Ten Hag future decision not imminentErik ten Hag is being made to wait before learning whether he will continue as Manchester United manager, sources have told ESPN.https://t.co/fYMtaVBJnh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 Ten Hag á enn eitt ár eftir af samningi sínum og því verða Ratcliffe og félagar að reka hann ætli þeir að skipta um knattspyrnustjóra. Samkvæmt upplýsingum ESPN þá er vaninn að endurskoðun sem þessi hjá INEOS fyrirtækinu taki í kringum fjóra daga í framkvæmd. Það fylgir þó sögunni að þeir hafa ekki sett sér neina tímapressu á að komast að niðurstöðu. Enskir fjölmiðlar fjölluðu um að reka ætti Ten Hag en það var áður en hann vann Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Ten Hag er farinn í sumarfrí en fær mögulega símtal á næstunni þar sem hann fær að vita hvort hann fái að halda áfram eða hvort United leiti til manna eins og Thomas Tuchel, Mauricio Pochettino, Thomas Frank eða Kieran McKenna. United endaði vissulega í áttunda sæti sem er lægsta sæti liðsins frá 1990. Liðið endaði líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni og það var enginn Evrópubolti eftir jól. Ten Hag gæti hins vegar fengið að byrja næsta tímabil ef marka má fyrrnefnda frétt. Það er því óhætt að segja að hollenski stjórinn sé í furðulegri stöðu þessa dagana.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira