Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2024 14:04 Afturelding hefur fjórum sinnum lotið lægra haldi í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir / Anton Brink FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FH. Afturelding vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika en síðan hefur FH unnið tvo leiki í röð með minnsta mögulega mun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega nokkuð súr eftir seinna tapið en var staðráðinn í að vinna næsta leik, sem fer fram klukkan 19:40 í kvöld við Varmá í Mosfellsbæ. Langt síðan síðast Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum, en það ár vann Afturelding einnig úrslitaleik liðanna í bikarnum sem og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið var eftirminnilegt fyrir Aftureldingu sem vann í raun þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 15. febrúar 1999. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 26. apríl 1999 Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp er FH í sjöunda sinn að leika úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018. Myndasyrpu frá Íslandsmeistarafögnuði FH árið 2011 má sjá hér fyrir neðan. Bæði lið eiga því harma að hefna eftir töp í síðustu tveimur úrslitaviðureignum sínum. Tvöfalda tapið árið 1999 situr vafalaust ennþá í FH sem vill ganga frá einvíginu í kvöld en Afturelding þarf að vinna næstu tvo leiki til að hampa titlinum. Leikur Aftureldingar og FH hefst klukkan 19:40 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem fer í loftið 19:00. FH Afturelding Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir FH. Afturelding vann fyrsta leik liðanna í Kaplakrika en síðan hefur FH unnið tvo leiki í röð með minnsta mögulega mun. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega nokkuð súr eftir seinna tapið en var staðráðinn í að vinna næsta leik, sem fer fram klukkan 19:40 í kvöld við Varmá í Mosfellsbæ. Langt síðan síðast Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum, en það ár vann Afturelding einnig úrslitaleik liðanna í bikarnum sem og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið var eftirminnilegt fyrir Aftureldingu sem vann í raun þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 15. febrúar 1999. Skjáskot úr Dagblaði Vísis mánudaginn 26. apríl 1999 Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp er FH í sjöunda sinn að leika úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018. Myndasyrpu frá Íslandsmeistarafögnuði FH árið 2011 má sjá hér fyrir neðan. Bæði lið eiga því harma að hefna eftir töp í síðustu tveimur úrslitaviðureignum sínum. Tvöfalda tapið árið 1999 situr vafalaust ennþá í FH sem vill ganga frá einvíginu í kvöld en Afturelding þarf að vinna næstu tvo leiki til að hampa titlinum. Leikur Aftureldingar og FH hefst klukkan 19:40 í kvöld. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi sem fer í loftið 19:00.
FH Afturelding Olís-deild karla Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira