Að velja réttu manneskjuna Starri Reynisson skrifar 30. maí 2024 12:30 Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar