Sex frambjóðendur senda kröfubréf til Stöðvar 2 Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 12:18 Forsetaframbjóðendurnir Steinunn Ólína, Ástþór og Ásdís Rán. Auk þeirra rita undir kröfubréfið þau Viktor, Helga og Eiríkur. Þau vilja að fjölmiðlastyrkur verði dreginn til baka ef kappræðurnar sem Stöð 2 býður uppá verða ekki eftir þeirra höfði og allir með. Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu. Undir kröfubréfið rita þau Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Þá er afrit bréfs sent á Fjölmiðlanefnd og sérstaklega á úthlutunarnefnd um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Telja þáttinn lélegan án sín Í bréfinu krefjast þau þess að kappræður Stöðvar 2 og Vísis, sem fyrirhugaðar eru í kvöld, verði með því sniði að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti. „Mikil og almenn ánægja hefur verið með kappræður í sjónvarpi þar sem allir frambjóðendur koma fram saman og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fá með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Að sama skapi þótti það ólýðræðislegt og lélegt sjónvarpsefni þegar Stöð2 / Visir var nýlega með framboðsþátt þar sem einungis hluta frambjóðanda var boðið í þáttinn.“ Vilja að skrúfað verði fyrir styrki ef ekki verður farið að kröfu þeirra Þá víkja bréfritarar að fjölmiðlastyrk sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur komið á koppinn til að styrkja fjölmiðla sem hafa átt við rekstrarvanda að stríða undanfarin ár. „Við bendum á að Sýn hefur skv. vefsíðu Fjölmiðlanefndar þegið rúmar 107 milljónir af almannafé í styrk sem veittur er til að styrkja lýðræðishlutverk fjölmiðla. Það að velja einungis hluta frambjóðenda í framboðsþætti er andsnúið þessu lýðræðishlutverki og góðum starfsháttum fjölmiðla. Bregðist fjölmiðillinn þessari áskorun og lýðræðishlutverki sínu sem er grundvöllur fjárstyrks af almannafé verður að gera þá kröfu að ríkisstuðningi við fjölmiðilinn verði hætt og fjölmiðillinn endurgreiði síðustu styrkveitingu.“ Að endingu gera bréfritarar þá kröfu að verði vilji þeirra ekki virtur og öllum frambjóðendum boðið að taka þátt í einum þætti verði þátturinn tekinn af dagskrá. Þátturinn miðast við kjósendur - ekki frambjóðendur Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri fréttastofu Vísis og Stöðvar 2. Hann segir að um leið og hann skilji áhuga allra frambjóðenda til forseta á að komast í kappræðurnar sem verða á Stöð 2 og Vísi í kvöld, þá sé fyrirkomulagið ákveðið að teknu tilliti til kjósenda. „Skoðanakannanir sýna endurtekið að innan við þrjú prósent þjóðarinnar horfa til þess ágæta hóps sem hefur ekki fengið boð í kappræður okkar í kvöld. Yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar horfir til hinna sex sem fengu boð. Kolbeinn Tumi skilur áhyggjur þeirra sem vilja á Bessastaði vel en hann telur bæði að Stöð 2 og Vísi hafa sinnt lýðræðislegum skyldum sínum með ágætum.vísir/vilhelm Við lítum svo á að við séum að sinna lýðræðislegu hlutverki okkar afar vel með því að leyfa þjóðinni að fá góðan tíma með þessum sex til að gera upp endanlega hug sinn. Þannig skapast meiri dýpt í umræðum og hver frambjóðandi fær meiri tíma til að koma sínum málum á framfæri.“ Frambjóðendurnir sex hafa haldið á lofti annarri kröfugerð á hendur Ríkisútvarpinu varðandi kappræður í Efstaleiti á föstudagskvöld sem fjallað hefur verið um. Kolbeinn Tumi minnir á að í lögum um Ríkisútvarpið sé að finna ákvæði um sérstakar skyldur þess varðandi kynningu á framboðum. Slíkt ákvæði sé ekki að finna varðandi einkarekna fjölmiðla. Tilmæli til einkarekinna fjölmiðla séu almennari. Þá minnir Kolbeinn Tumi á að allir frambjóðendur hafi verið reglulega til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hvort sem er í einstökum fréttum, morgunkaffi, beinum útsendingum frá framboðsfundum, forsetaáskoruninni, í Vængjum fram, forsetavaktinni og Pallborðinu svo dæmi séu tekin. Hann lofar spennandi kappræðum í opinni dagskrá að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem boðið verður upp á nýjungar í anda þess þegar fólk sækir um mikilvægt starf. „Enda eru frambjóðendur að sækja um líklega það embætti og starf sem nýtur mestrar virðingar hér á landi.“ Hér neðar má sjá niðurstöður glænýrrar könnunar Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er í eigu Sýnar. Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Undir kröfubréfið rita þau Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Þá er afrit bréfs sent á Fjölmiðlanefnd og sérstaklega á úthlutunarnefnd um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Telja þáttinn lélegan án sín Í bréfinu krefjast þau þess að kappræður Stöðvar 2 og Vísis, sem fyrirhugaðar eru í kvöld, verði með því sniði að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti. „Mikil og almenn ánægja hefur verið með kappræður í sjónvarpi þar sem allir frambjóðendur koma fram saman og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fá með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Að sama skapi þótti það ólýðræðislegt og lélegt sjónvarpsefni þegar Stöð2 / Visir var nýlega með framboðsþátt þar sem einungis hluta frambjóðanda var boðið í þáttinn.“ Vilja að skrúfað verði fyrir styrki ef ekki verður farið að kröfu þeirra Þá víkja bréfritarar að fjölmiðlastyrk sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur komið á koppinn til að styrkja fjölmiðla sem hafa átt við rekstrarvanda að stríða undanfarin ár. „Við bendum á að Sýn hefur skv. vefsíðu Fjölmiðlanefndar þegið rúmar 107 milljónir af almannafé í styrk sem veittur er til að styrkja lýðræðishlutverk fjölmiðla. Það að velja einungis hluta frambjóðenda í framboðsþætti er andsnúið þessu lýðræðishlutverki og góðum starfsháttum fjölmiðla. Bregðist fjölmiðillinn þessari áskorun og lýðræðishlutverki sínu sem er grundvöllur fjárstyrks af almannafé verður að gera þá kröfu að ríkisstuðningi við fjölmiðilinn verði hætt og fjölmiðillinn endurgreiði síðustu styrkveitingu.“ Að endingu gera bréfritarar þá kröfu að verði vilji þeirra ekki virtur og öllum frambjóðendum boðið að taka þátt í einum þætti verði þátturinn tekinn af dagskrá. Þátturinn miðast við kjósendur - ekki frambjóðendur Kolbeinn Tumi Daðason er fréttastjóri fréttastofu Vísis og Stöðvar 2. Hann segir að um leið og hann skilji áhuga allra frambjóðenda til forseta á að komast í kappræðurnar sem verða á Stöð 2 og Vísi í kvöld, þá sé fyrirkomulagið ákveðið að teknu tilliti til kjósenda. „Skoðanakannanir sýna endurtekið að innan við þrjú prósent þjóðarinnar horfa til þess ágæta hóps sem hefur ekki fengið boð í kappræður okkar í kvöld. Yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar horfir til hinna sex sem fengu boð. Kolbeinn Tumi skilur áhyggjur þeirra sem vilja á Bessastaði vel en hann telur bæði að Stöð 2 og Vísi hafa sinnt lýðræðislegum skyldum sínum með ágætum.vísir/vilhelm Við lítum svo á að við séum að sinna lýðræðislegu hlutverki okkar afar vel með því að leyfa þjóðinni að fá góðan tíma með þessum sex til að gera upp endanlega hug sinn. Þannig skapast meiri dýpt í umræðum og hver frambjóðandi fær meiri tíma til að koma sínum málum á framfæri.“ Frambjóðendurnir sex hafa haldið á lofti annarri kröfugerð á hendur Ríkisútvarpinu varðandi kappræður í Efstaleiti á föstudagskvöld sem fjallað hefur verið um. Kolbeinn Tumi minnir á að í lögum um Ríkisútvarpið sé að finna ákvæði um sérstakar skyldur þess varðandi kynningu á framboðum. Slíkt ákvæði sé ekki að finna varðandi einkarekna fjölmiðla. Tilmæli til einkarekinna fjölmiðla séu almennari. Þá minnir Kolbeinn Tumi á að allir frambjóðendur hafi verið reglulega til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hvort sem er í einstökum fréttum, morgunkaffi, beinum útsendingum frá framboðsfundum, forsetaáskoruninni, í Vængjum fram, forsetavaktinni og Pallborðinu svo dæmi séu tekin. Hann lofar spennandi kappræðum í opinni dagskrá að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem boðið verður upp á nýjungar í anda þess þegar fólk sækir um mikilvægt starf. „Enda eru frambjóðendur að sækja um líklega það embætti og starf sem nýtur mestrar virðingar hér á landi.“ Hér neðar má sjá niðurstöður glænýrrar könnunar Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er í eigu Sýnar.
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira