„Innanlandsflug frá Austurlandi er mikilvægur hlekkur í almenningssamgöngum til og frá Austurlandi þar sem landleiðin er tímafrek og oft á tíðum ekki valkostur,“ segir í bókun bæjarráðs frá því í gær.
„Aðgengi að mikilvægri þjónustu og stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu þarf að vera greið. Þessi hækkun kemur verst niður á viðkvæmum hópum sem þurfa aðstæðna vegna að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið t.a.m. heilbrigðisþjónustu.“
Vísir sagði frá því í gær að byggðarráð Múlaþings væri alfarið á móti gjaldtökunni og gagnrýnið á vinnubrögð Isavia í málinu. Furðu sætti að Isavia hefði ekki tekið tillit til ábendinga fulltrúa sveitarfélagsins.
„Fyrirhuguð gjaldtaka er viðbótarkostnaður við dýran ferðakostnað íbúa Austurlands við að sækja mikilvæga heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu sem því miður er ekki boðið upp á í landshlutanum,“ sagði meðal annars í fundargerð byggðaráðsins.