Auðlindir í almannaeigu – Halla Hrund Logadóttir 7. forseti Íslands Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 31. maí 2024 12:30 Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun