Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 11:48 Eina flóttaleiðin er um Suðurstrandarveg. Vísir/Vilhelm Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Verulega hefur þrengt að Grindavíkurbæ eftir að eldgos hófst í fyrradag við Sundhnúksgígaröðina. Hluti Nesvegar inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að greiðfært sé um Suðurstrandarveg. Það sé því eina flóttaleiðin út úr bænum. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þá kemur einnig fram að þrengt hafi verið aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa lónið er lokað. Í Grindavík og Svartsengi er unnið að viðhaldi eigna og þar fer einnig fram verðmætabjörgun. Innviðir hafa skemmst eftir að eldgosið hófst.Vísir/Vilhelm Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en í tilkynningu lögreglu segir að ekki sé mælt með því. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt. „Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna,“ segir í tilkynningu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49 Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Verulega hefur þrengt að Grindavíkurbæ eftir að eldgos hófst í fyrradag við Sundhnúksgígaröðina. Hluti Nesvegar inn við Grindavík er undir hrauni og þá rann hraun yfir Grindavíkurveg fyrir ofan bæinn. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að greiðfært sé um Suðurstrandarveg. Það sé því eina flóttaleiðin út úr bænum. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Þá kemur einnig fram að þrengt hafi verið aðkomuleiðum Bláa lónsins þar sem hraun rann yfir Bláalónsveg við Nesveg. Bláa lónið er lokað. Í Grindavík og Svartsengi er unnið að viðhaldi eigna og þar fer einnig fram verðmætabjörgun. Innviðir hafa skemmst eftir að eldgosið hófst.Vísir/Vilhelm Íbúum í Grindavík er heimilt að fara inn í bæinn en í tilkynningu lögreglu segir að ekki sé mælt með því. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum næturlangt. „Hver og einn ber ábyrgð a eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri væntir þess að nú þegar við erum að upplifa áttunda gosið á Reykjanesskaga að þeir fáu einstaklingar sem hundsað hafa framangreind tilmæli hingað til, taki tillit til alls þess sem hefur verið gert í þágu Grindvíkinga og verji þá hagsmuni og sýni því skilning í þágu heildarhagsmuna,“ segir í tilkynningu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49 Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42 „Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. 31. maí 2024 06:49
Myndasyrpa: Vegurinn endar í hrauninu Hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi yfir vegi á Reykjanesskaga í gær. Nýjar myndir frá Vilhelm Gunnarssyni ljósmyndara Vísis sýna hvernig Grindavíkurvegur endar í hrauninu. 30. maí 2024 17:42
„Allt of snemmt að afskrifa Grindavík“ Formaður bæjarráðs í Grindavík segir stöðuna vegna eldgossins sem hófst í gær mun betri en í fyrstu leit út fyrir. Ljóst sé að varnargarðar hafi bjargað byggðinni oftar en einu sinni. 30. maí 2024 17:01