„Veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 31. maí 2024 22:51 Tilfinningarnar voru blendnar hjá Rúnari Kristinssyni eftir leikinn í Kaplakrika. vísir/anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í fótbolta, var að minnsta kosti sáttur með seinni hálfleik sinna manna þegar þeir mættu FH í kvöld. Fram lenti 3-0 undir en kom til baka og jafnaði í 3-3. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu. Besta deild karla Fram FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Ég veit ekki hvaðan þetta kom allt frá okkur, þessi þrjú mörk í síðari hálfleik. En við vorum arfa slakir í fyrri hálfleik og við vorum allir vondir í hálfleik, reiðir út í sjálfa okkur. Við börðumst ekki neitt og létum FH-inga valta yfir okkur á öllum sviðum,“ sagði Rúnar eftir leik. „Við höfðum engu að tapa í síðari hálfleik og ég sagði mönnum að við þyrftum að sýna úr hverju við erum gerðir og að berjast. Það var smá vindur og rigning og erfitt fyrir lið að fóta sig og spila fótbolta. Þetta var stór furðulegt en í seinni hálfleik gekk þetta miklu betur, við lögðum meiri vinnu í þetta og uppskárum mark. Þriðja markið þeirra kemur eftir skyndisókn, við komnir í dauðafæri hinum megin og þeir refsa okkur. Svo klórum við í bakkann, þeir missa mann útaf og við skorum í kjölfarið af brotinu.“ Framarar töpuðu illa á móti Breiðablik í síðasta leik en þeir sýndu karakter að koma til baka úr því sem komið var. „Við ræddum um það bæði í vikunni og fyrir leikinn að eftir síðasta leik að við getum ekki gefist upp, við getum ekki hætt. Við verðum að halda áfram sama hvað á dynur og þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik þá sagði ég við þá að við verðum að halda áfram annars endar þetta 5-6 núll fyrir FH,“ sagði Rúnar. „Ég hélt við myndum brotna alveg niður þegar þeir skoruðu þriðja markið en þá stigum við á bensíngjöfina og komum okkur í meiri sénsa. Þetta er ótrúlega flottur karakter og það var engin uppgjöf í okkar liði, við trúðum því ekki að við getum tapað.“ Rúnar Kristinsson ræddi vítaspyrnuna sem FH fékk í fyrri hálfleik og var sammála Pétri Guðmundssyni dómara. „Þetta var pjúra víti örugglega. Ég hefði viljað víti út á þetta í nákvæmlega sömu aðstæðum,“ sagði Rúnar sem tjáði sig einnig um rauða spjaldið á Böðvar Böðvarsson. „Ég held að hann fer með takkann á undan sér, ég sé þetta ekki nógu vel en ef hann fer með takkann á undan sér og í manninn fyrst þá er þetta gult spjald. Pétur var með ágætistök á þessu og leyfði smá hörku. Mér fannst kannski halla full mikið á okkur í þessum leik í mörgum atriðum en svo veit ég ekki hvort boltinn var inni þegar að þeir björguðu á línu en það skiptir ekki máli, við skoruðum hálfri mínútu seinna,“ sagði Rúnar. Nú er komið frí og leikmenn geta hlaðið batteríin. „Við erum þvílíkt fegnir að ná í stig hérna í Hafnarfirði, við vildum fá þrjú en eins og leikurinn þróaðist að þá erum við heppnir að ná í þetta stig og það gefur okkur trú áfram. Nú komumst við í fínt frí, strákarnir geta hlaðið batteríin,“ sagði Rúnar að endingu.
Besta deild karla Fram FH Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki