Segir klútabyltinguna vera hafna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Halla smellir kossi á eiginmann sinn Björn Skúlason á ritstjórn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar áður en hún mætti í kosningasjónvarpið. Vísir/Vilhelm „Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki. „Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Nóttin er ung, það er mikið eftir,“ segir Halla sem segist þakklátust fyrir fylgið frá unga fólkinu. Hún segir klútabyltinguna vera hafna og rifjar upp að hún hafi verið hálf slöpp í fyrstu kappræðunum. „Ég var kvefuð þegar fyrstu kappræðurnar voru, var raddlaus og ekki viss um að komast, setti klút um hálsinn, áður en ég vissi af voru allir farnir að ganga um með klút, strákar. Klútabyltingin er hafin og strákar og stelpur eru að taka þátt í því.“ Tekur niðurstöðunum af æðruleysi Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart. „Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“ Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti. „Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“ Halla Hrund ótrúlega þakklát Halla Hrund Logadóttir bendir á að hún hafi verið í sinni allra fyrstu kosningabaráttu. Hún segist ótrúlega þakklát. „Allt þetta fólk sem hefur komið, ég segi bara ef það er ekki gleði, þátttaka og samvinna í anda baráttunnar sem við lögðum upp með þá veit ég ekki hvað. Þannig ég er bara þakklát og spennt.“ Hún segist telja að fylgi sitt hafi farið á dreifingu vegna fjölda frambjóðenda sem hafi komið fram á sviðið. Hún bendir á að hún sé nýstirnið á sviðinu.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira