„Þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð á dögunum annar Íslendingurinn til að tryggja sæti sitt á Ólympíuleikunum í París í ágúst næst komandi. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni síðustu misseri. Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00
„Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31
Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47