„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:37 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap. „Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur í þessum leik. Allt fram að fjórða marki þeirra, sem var algjör gjöf af okkar hálfu. Annars fannst mér við vera standa okkur vel, fáum fínt tækifæri að skora í 2-2. Fáum ágætis færi og Óli [Ólafur Kristófer Helgason] ver þrisvar sinnum vel og markmaðurinn hjá þeim gerir hið sama, ver tvö eða þrjú dauðafæri,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að nýta þessi færi betur og við þurfum einnig að verjast betur, það er algjört lykilatriði. Við erum að fá okkur mjög skrýtin mörk að mínu viti, svona ódýr gjafamörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Það slökknar á okkur í einhverju ‚momenti' þarna sem er ekki í boði á móti svona góðu liði eins og Víking.“ Fylkir jafnar leikinn úr hornspyrnu á 52. mínútu en Víkingar gengu í kjölfarið á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar áður en leikurinn var úti. Rúnar Páll vill sjá sína leikmenn koma í veg fyrir mörk sem þessi. „Þriðja markið er bara bolti í gegn og við erum seinir eftir og við fylgjum ekki Helga [Guðjónssyni] í gegn. Við erum vel mannaðir þarna en enginn sem eltir. Aron [Snær Guðbjörnsson] missir Helga á undan sér og það er dýrt. Oft eru þetta einstaklingsmistök sem skilja á milli og við lentum í því,“ sagði Rúnar Páll. Fyrsta mark Víkinga var umdeilt og vildu Fylkismenn fá hendi á Aron Elís Þrándarson í aðdraganda marksins. „Fyrsta markið er hendi sem er ódýrt líka. Auðvitað snýst þetta um einstaklingsgæði varnarlega og gæði Víkinga að refsa okkur. Við stóðum okkur feykivel í 75 mínútur á móti þessu öfluga liði.“ Var þetta hendi í fyrsta marki Víkinga? „Mér skilst það en ég sé það ekki nægilega vel frá bekknum en ég sá bara viðbrögð leikmanna. Ég sá þetta aftur í Spiideo vélinni og þá er þetta pjúra' hendi. Auðvitað er það fúlt,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Besta deild karla Fylkir Víkingur Reykjavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira