Kosningar eru alltaf „taktík” Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun